04.04.2016 21:15

Úrslitin úr Arionbankamótinu

Úrslitin úr Arionbankamótinu eru komin á síðuna undir liðnum úrslit.  Arionbankamótið var haldið í Selárdal 28. mars á annan dag páska.  Veður var frekar leiðinlegt, éljagangur og skafrenningur og þar af leiðandi erfitt færi þar sem fyllti fljótt í sporið fyrir þá sem gengu með hefðbundinni aðferð.  Skíðafélag Strandamanna þakkar keppendum fyrir þátttökuna, starfsmenn mótsins fá þakkir fyrir vel unnin störf og Arionbanki fær þakkir fyrir stuðning sinn við Skíðafélag Strandamanna.   Það er komin nokkuð löng hefð á samstarf Skíðamanna á Ströndum og Arionbanka, áður Kaupþing og Búnaðarbanki en fyrsta Búnaðarbankamótið var líklega haldið árið 1982 eða 1983 í Kálfanesi fyrir ofan flugvöllinn á Hólmavík og hefur verið haldið árlega síðan frá líklega árinu 1990.

Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 27
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 68002
Samtals gestir: 14648
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 07:02:11