08.04.2016 12:38

Æfinga og mótaplan SFS í lok vetrar

8. apríl Skíðaæfing í Selárdal
10. apríl Fjallaferð: Ýmsir möguleikar á leiðum, gætum t.d. gengið úr Selárdal í Bjarnarfjörð um Sunndal og endað í sundi í Laugarhóli eins og við gerðum fyrir 2 árum.
13. apríl:  Skíðaæfing í Selárdal:  Síðasta skíðaæfing vetrarins förum í skemmtilega leiki af því tilefni
16. apríl:  Strandagangan
17. apríl: Boðganga firmakeppni í Selárdal
18. apríl: Aðalfundur SFS
20.-23. apríl: Andrésarandarleikarnir Akureyri
5. maí:  Uppskeruhátíð SFS:  Líklega haldin á Drangsnesi.  Hugsanlega sundferð og leikir ásamt sameiginlegum mat.  Veittar viðurkenningar fyrir veturinn í vetur auk þess sem við eigum eftir að klára að afhenda viðurkenningar fyrir veturinn 2015.  Kjósum einnig skíðamann ársins fyrir árin 2015 og 2016. 

Orkugangan 9. apríl og Fossavatnsgangan 30. apríl eru ekki inn á planinu en við hvetjum að sjálfsögðu áhugasama til að mæta í þær göngur einnig, þar eru vegalengdir við allra hæfi.

Flettingar í dag: 38
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 67769
Samtals gestir: 14566
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 13:54:28