23.03.2016 00:07

Arionbankamót á annan dag páska

Skíðamót Arionbanka verður haldið í Selárdal 28. mars kl. 13.  Gengið verður með frjálsri aðferð.  Keppt verður í eftirfarandi flokkum og vegalengdum:

Karlar 17 ára og eldri 10 km 1998+

Konur 17 ára og eldri 5 km 1998+

15-16 ára 5 km 1999-2000

13-14 ára 3,5 km 2001-2002

11-12 ára 2,5 km 2003-2004

9-10 ára 2 km 2005-2006

8 ára og yngri 1 km 2007-

Skráning fer fram á staðnum og er mótið öllum opið. 

22.03.2016 23:59

Sparisjóðsmót á skírdag

Sparisjóðsmót í skíðagöngu verður haldið í Selárdal 24. mars kl. 11.  Gengið verður með hefðbundinni aðferð.  Keppt verður í eftirfarandi flokkum og vegalengdum:

Karlar 17 ára og eldri 15 km 1998+

Konur 17 ára og eldri 7,5 km 1998+

15-16 ára 7,5 km 1999-2000

13-14 ára 5 km 2001-2002

11-12 ára 3,5 km 2003-2004

9-10 ára 2,5 km 2005-2006

8 ára og yngri 1 km 2007-

Skráning fer fram á staðnum og er mótið öllum opið.  Eftir mót fá allir þátttakendur páskaglaðning frá Sparisjóði Strandamanna.

22.03.2016 23:59

15.03.2016 10:28

Strandagangan verður haldin 16. apríl

Ný dagsetning Strandagöngunnar 2016  er laugardagurinn 16. apríl.

12.03.2016 20:39

Skíðaleikjadagurinn færður til Hólmavíkur

Skíðaleikjadagurinn verður við Íþróttamiðstöðina á Hólmavík á morgun 13. mars kl. 10-12 en ekki í Selárdal eins og áður var auglýst.   

11.03.2016 18:52

Strandagöngunni frestað til 10. apríl

Vegna slæmrar veðurspár um helgina hefur verið ákveðið að fresta Strandagöngunni til 10. apríl.

09.03.2016 11:40

Skíðaleikjadagur á sunnudaginn

Við minnum á skíðaleikjadag Skíðafélags Strandamanna sem haldinn verður í 4. skipti þann 13. mars í Selárdal kl. 10-12.   Þátttökugjald í leikjadeginum eru 1.000 kr. og skráningar skal senda á netfangið allaoskars@gmail.com  Innifaldið í þátttökugjaldinu eru veitingar sem verða í boði í Skíðaskálanum í Selárdal kl. 12 þann 13. mars.  Þar verður einnig Barnamenningarhátíð Vestfjarða sett með formlegum hætti.  Á skíðaleikjadeginum er öll keppni lögð til hliðar og þátttakendur skemmta sér saman á skíðum í þrautabrautum og skemmtilegustu skíðaleikjunum.  Nánari upplýsingar um Barnamenningarhátíð Vestfjarða eru á slóðinni strandabyggd.is/barnamenningarhatid  

08.03.2016 09:36

Skíðagöngubraut á Hólmavík

Í dag þriðjudaginn 8. mars verður troðin skíðagöngubraut á Hólmavík tilbúin um kl. 11.  Brautin verður lögð frá Íþróttamiðstöðinni um Flóann og Brandsskjólin.

07.03.2016 12:53

Skíðagönguæfingar fyrir fullorðna þriðjudag og miðvikudag

Skíðafélag Strandamanna heldur tvær skíðagönguæfingar fyrir fullorðna í vikunni.   Æfingarnar eru jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna og eru kjörinn vettvangur til undirbúnings fyrir Strandagönguna sem haldin verður 12. mars.  Æfingarnar verða sem hér segir:  Þriðjudagur 8. mars kl. 17-18 við Íþróttamiðstöðina á Hólmavík og miðvikudaginn 9. mars kl. 17 í Selárdal.  Allir velkomnir.

04.03.2016 12:08

Skráningargjaldið hækkar á morgun

Við minnum á að skráningargjaldið í Strandagönguna hækkar á morgun 5. mars. Skráið ykkur sem fyrst. Strandagangan verður haldin í Selárdal laugardaginn 12. mars, þar er mikill snjór og frábærar aðstæður til skíðagöngu. Fyrstu veðurspár fyrir 12. mars líta vel út, skýjað, hægviðri og 2 gráðu frost.

03.03.2016 18:12

Skíðagöngunámskeið um helgina

Skíðafélag Strandamanna heldur skíðagöngunámskeið um næstkomandi helgi á skíðasvæðinu í Selárdal.  Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur sem lengra komna, farið verður yfir undirstöðuatriðin í hefðbundinni skíðagöngu og er námskeiðið góður undirbúningur fyrir þá sem ætla sér t.d. að taka þátt í Strandagöngunni 12. mars.  Tímasetningin er eftirfarandi:  Laugardagur kl. 14.30-16 og sunnudagur kl. 14.30-16.  Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig hjá Ragnari Bragasyni sími: 8933592 eða hjá Rósmundi Númasyni sími 8921048 eða í gegnum facebook.

03.03.2016 18:11

03.03.2016 17:37

Sprettgöngumót á laugardaginn

Laugardaginn 5. mars verður haldið sprettgöngumót í Selárdal.  Mótið hefst kl. 13 og er gengið með hefðbundinni aðferð.   Gengnar verða þrjár umferðir í stuttri braut, fyrst tímataka, síðan hópstart í flokkum og að lokum uppáhald tímatökufólksins sprettganga með forgjöf.

19.02.2016 23:35

Úrslitin úr skíðafélagsmóti með frjálsri aðferð

Úrslitin úr Skíðafélagsmóti með frjálsri aðferð eru komin inn á síðuna undir liðnum úrslit.  Mótið fór fram í Selárdal í dag við góðar aðstæður, ágætt veður og færi gott.  Skíðafélag Strandamanna þakkar keppendum sem voru alls 19 fyrir þátttökuna og starfsmenn mótsins fá þakkir fyrir vel unnin störf.

19.02.2016 14:55

Braut í Selárdal

Í dag föstudaginn 19. febrúar eru troðnar brautir 2,5 km og 7 km.  Strandagönguleiðin fram að Gilsstöðum 7 km er sporuð með snjósleða og 2,5 km hringur troðinn með sporum og skautabraut.  Í dag er frábært veður í dalnum, sólskin með köflum, logn og 1 stigs hiti.  Klukkan 5 verður haldið Skíðafélagsmót með frjálsri aðferð.

Flettingar í dag: 86
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 49
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 100343
Samtals gestir: 30326
Tölur uppfærðar: 31.10.2020 20:15:19