21.03.2014 14:04

Skíðatrimm fyrir fullorðna

Þar sem við höfum fundið fyrir áhuga hjá mörgum fullorðnum til að prófa og iðka skíðagöngu ætlum við að gera tilraun með að bjóða upp á sérstakan skíðatrimmtíma fyrir fullorðna og verður fyrsti tíminn á laugardaginn 22. mars kl. 16-17.30 í Selárdal.  Hægt verður að fá tilsögn fyrir þá sem óska eftir því og eins er möguleiki að fá lánaðan útbúnað á staðnum, bæði skíði, skó og stafi, best er að þeir sem ætla að fá lánaðan útbúnað hafi samband áður og gefi upp skóstærð og hæð (Rósmundur s. 8921048 eða Ragnar s. 8933592).  Segja má að hugsunin með þessum tímum sé svipuð og er t.d. í skokkhópum þar sem fólk hittist reglulega og iðkar sína hreyfingu saman í góðum félagsskap með möguleika á að fá tilsögn.  Ef þetta fyrirkomulag reynist vel munum við halda áfram með þennan tíma á laugardögum kl. 16 út veturinn (til loka apríl).

 

 

Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 27
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 68018
Samtals gestir: 14654
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 13:31:17