Færslur: 2016 Janúar

31.01.2016 11:35

Skíðafélagsmótinu frestað

Skíðafélagsmótinu sem vera átti í dag sunnudag 31. janúar er frestað um óákveðinn tíma vegna éljagangs og skafrennings í Selárdal.

29.01.2016 19:59

Skíðafélagsmót á sunnudaginn

Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð verður haldið í Selárdal sunnudaginn 31. janúar og hefst kl. 13.  Keppt verður í eftirfarandi vegalengdum:

Karlar 17 ára og eldri 10 km

Konur 17 ára og eldri 5 km

15-16 ára 5 km

13-14 ára 3,5 km

11-12 ára 2,5 km

9-10 ára 2 km

8 ára og yngri 1 km án tímatöku

Skráning fer fram á staðnum og er mótið öllum opið.

Skíðafélag Strandamanna

27.01.2016 22:56

Mótaskrá

Búið er að setja inn nýja mótaskrá Skíðafélags Strandamanna.  Þar eru 8 heimamót ásamt Íslandsgöngum, bikarmótum og Íslandsmeistarmótum sem Strandamenn eru líklegir til þátttöku í.  Heimamótin eru flest sett á helgar og verður mótið haldið þann daginn sem útlit verður fyrir betra veður, ef veðurútlit er gott báða dagana verða mótin á sunnudegi, það verður nánar auglýst þegar kemur að hverju móti fyrir sig.  Einnig eru settar dagsetningar á aðra viðburði sem eru vinaæfing þar sem hægt er að bjóða vini eða vinkonu með á æfingu, grímubúningaæfing í tengslum við öskudaginn og skíðaleikjadagur í tengslum við Strandagönguna.

19.01.2016 12:41

Braut í Selárdal

Í dag þriðjudag 19. janúar er troðin 3 km skíðagöngubraut í Selárdal.

15.01.2016 19:12

Snjódagurinn á sunnudaginn

Sunnudaginn 17. janúar kl. 13-16 verður haldið upp á Snjódaginn í Selárdal.  Frítt verður í skíðagöngubrautirnar, boðið verður upp á leiðsögn í skíðagöngu fyrir þá sem vilja og hægt að fá skíðabúnað lánaðan.  Einnig verður opið hús í Skíðaskálanum í Selárdal sem verið er að byggja og hægt að koma og skoða hvernig framkvæmdir ganga.  Boðið verður upp á léttar veitingar í boði Skíðafélags Strandamanna.  Allir velkomnir.

14.01.2016 16:39

Braut í Selárdal

Í dag fimmtudaginn 14. janúar er troðin braut í Selárdal tæpir 2 km.  Aðstæður er góðar í dalnum, logn og 8 stiga frost.  Hægt er að kveikja á ljóskösturunum við brautina í töflu á gólfinu í bragganum og í töflu í gámnum.

11.01.2016 19:50

Skíðaæfingar

Skíðagönguæfingar eru hafnar hjá Skíðafélagi Strandamanna, æfingatafla vetrarins lítur svona út:

 

þriðjudagar kl. 18-19 línuskautar í íþróttahúsinu Hólmavík

Miðvikudagar kl. 17.30-18.30

Föstudagar kl. 17-18:30

Sunnudagar kl. 13-14.30

 

Skíðaæfingarnar fara fram á skíðasvæðinu í Selárdal nema annað sé tekið fram.  Sent er sms um hvort af æfingu verður í síðasta lagi um hádegi daginn sem æfingin er, einnig er sent sms ef lagðar eru skíðabrautir aðra daga.  Þeir sem óska eftir að fá sms um æfingar og brautir hafi samband við Ragnar í síma 8933592 eða á facebook.  Einnig eru settar inn upplýsingar á facebooksíðu Skíðafélags Strandamanna og á þessa síðu.

 

Æfingagjald á skíðagönguæfingar Skíðafélags Strandamanna er 8.000 kr.  Nýir iðkendur eru sérstaklega velkomnir.

 

Þjálfarar Skíðafélags Strandamanna í vetur eru:  Ragnar Bragason, Sigríður Jónsdóttir og Rósmundur Númason.

  • 1
Flettingar í dag: 7
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 27563
Samtals gestir: 3295
Tölur uppfærðar: 5.12.2022 01:08:11