Færslur: 2016 Apríl

16.04.2016 21:51

Úrslit Strandagöngunnar

Úrslit 22. Strandagöngunnar eru komin inn á heimasíðuna strandagangan.123.is undir liðnum úrslit, en gangan var haldin í dag laugardaginn 16. apríl 2016 á Þröskuldum.  Veður hefði mátt vera betra en suðvestanstrekkingur var, skýjað og súld sem breyttist í haglél í lok göngunnar.  Ræstir keppendur voru 78 talsins og luku 76 þeirra keppni.  Skíðafélag Strandamanna þakkar keppendum sem komu víðs vegar að af landinu fyrir þátttökuna.  Starfsmenn göngunnar fá bestu þakkir fyrir vel unnin störf.  Sjáumst í 23. Strandagöngunni!

08.04.2016 12:38

Æfinga og mótaplan SFS í lok vetrar

8. apríl Skíðaæfing í Selárdal
10. apríl Fjallaferð: Ýmsir möguleikar á leiðum, gætum t.d. gengið úr Selárdal í Bjarnarfjörð um Sunndal og endað í sundi í Laugarhóli eins og við gerðum fyrir 2 árum.
13. apríl:  Skíðaæfing í Selárdal:  Síðasta skíðaæfing vetrarins förum í skemmtilega leiki af því tilefni
16. apríl:  Strandagangan
17. apríl: Boðganga firmakeppni í Selárdal
18. apríl: Aðalfundur SFS
20.-23. apríl: Andrésarandarleikarnir Akureyri
5. maí:  Uppskeruhátíð SFS:  Líklega haldin á Drangsnesi.  Hugsanlega sundferð og leikir ásamt sameiginlegum mat.  Veittar viðurkenningar fyrir veturinn í vetur auk þess sem við eigum eftir að klára að afhenda viðurkenningar fyrir veturinn 2015.  Kjósum einnig skíðamann ársins fyrir árin 2015 og 2016. 

Orkugangan 9. apríl og Fossavatnsgangan 30. apríl eru ekki inn á planinu en við hvetjum að sjálfsögðu áhugasama til að mæta í þær göngur einnig, þar eru vegalengdir við allra hæfi.

06.04.2016 12:44

Braut í Selárdal

Í dag miðvikudaginn 6. apríl verður skíðagöngubraut tilbúin í Selárdal kl. 14

04.04.2016 21:15

Úrslitin úr Arionbankamótinu

Úrslitin úr Arionbankamótinu eru komin á síðuna undir liðnum úrslit.  Arionbankamótið var haldið í Selárdal 28. mars á annan dag páska.  Veður var frekar leiðinlegt, éljagangur og skafrenningur og þar af leiðandi erfitt færi þar sem fyllti fljótt í sporið fyrir þá sem gengu með hefðbundinni aðferð.  Skíðafélag Strandamanna þakkar keppendum fyrir þátttökuna, starfsmenn mótsins fá þakkir fyrir vel unnin störf og Arionbanki fær þakkir fyrir stuðning sinn við Skíðafélag Strandamanna.   Það er komin nokkuð löng hefð á samstarf Skíðamanna á Ströndum og Arionbanka, áður Kaupþing og Búnaðarbanki en fyrsta Búnaðarbankamótið var líklega haldið árið 1982 eða 1983 í Kálfanesi fyrir ofan flugvöllinn á Hólmavík og hefur verið haldið árlega síðan frá líklega árinu 1990.

  • 1
Flettingar í dag: 119
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 27675
Samtals gestir: 3298
Tölur uppfærðar: 5.12.2022 02:54:43