Færslur: 2017 Apríl

27.04.2017 22:52

Úrslitin úr páskamótunum

Úrslitin úr Hólmadrangsmótinu og Sparisjóðsmótinu sem haldin voru um páskana eru komin á síðuna undir liðnum úrslit.  Skíðafélag Strandamanna þakkar Hólmadrangi og Sparisjóði Strandamanna fyrir stuðninginn, þátttakendur fá þakkir fyrir þátttökuna og starfsmenn mótsins þakkir fyrir vel unnin störf.

16.04.2017 20:17

Starti í sparisjóðsmótinu flýtt til kl. 11

Vegna veðurspár fyrir morgundaginn flýtum við Sparisjóðsmótinu til kl. 11 á morgun 17. apríl. Mótið verður við Víghól á Arnkötludal sem er sami staður og Hólmadrangsmótið var haldið í gær. Gengið verður með frjálsri aðferð og er mótið öllum opið.

13.04.2017 22:45

Skíðamót um páskana

Laugardaginn 15. apríl verður Hólmadrangsmótið í skíðagöngu haldið á Þröskuldum, gengið verður með hefðbundinni aðferð og hefst mótið kl. 13.  Eftirfarandi vegalengdir verða í boði:

Karlar 17 ára og eldri 15 km

Konur 17 ára og eldri 7,5 km

15-16 ára 5 km

13-14 ára 3,5 km

11-12 ára 2 km

10 ára og yngri 1 km

Mótið er öllum opið og skráning fer fram á staðnum, allir keppendur fá sérstakan páskaglaðning.

 

Á annan í páskum 17. apríl kl. 13 verður Sparisjóðsmót í skíðagöngu haldið á Þröskuldum, gengið verður með frjálsri aðferð.  Eftirfarandi vegalengdir verða í boði:

Karlar 17 ára og eldri 10 km

Konur 17 ára og eldri 5 km

15-16 ára 5 km

13-14 ára 3,5 km

11-12 ára 2 km

10 ára og yngri 1 km

Mótið er öllum opið og fer skráning fram á staðnum

  • 1
Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 27606
Samtals gestir: 3296
Tölur uppfærðar: 5.12.2022 01:50:38