Færslur: 2018 Febrúar

23.02.2018 23:29

Bikarmót Akureyri

Um síðastliðna helgi 16.-18. febrúar var 2. bikarmót vetrarins á vegum Skíðasambands Íslands haldið á Akureyri.  Skíðafélag Strandamanna átti þrjá keppendur á mótinu. 

Föstudaginn 16. febrúar var keppt í sprettgöngu.  Í flokki drengja 13-14 ára var Jón Haukur Vignisson í öðru sæti á tímanum 2.37,5 mínútur og Hilmar Tryggvi Kristjánsson sigraði í flokki drengja 15-16 ára á tímanum 2.14,6 mínútur. 

Laugardaginn 17. febrúar var ganga með hefðbundinni aðferð.  Jón Haukur Vignisson gekk 2,5 km á tímanum 10.35,1 mínútur og varð fjórði.  Hilmar Tryggvi Kristjánsson var í öðru sæti  í  5 km á tímanum 17.54,9.  Ragnar Bragason var í sjöunda sæti í flokki karla 17 ára og eldri í 10 km á tímanum 33.26,0 mínutur.

Sunnudaginn 18. febrúar var keppt í göngu með frjálsri aðferð.  Jón Haukur Vignisson var í öðru sæti í 2,5 km göngu drengja 13-14 ára á tímanum 9.46,1.  Hilmar Tryggvi Kristjánsson var í öðru sæti í 5 km göngu drengja 15-16 ára á tímanum 17.52,5.  Ragnar Bragason var fjórði í 15 km göngu karla 17 ára og eldri á tímanum 48.52,5.

Bikarmótið á Akureyri var fyrsta mót vetrarins í flokki 13-14 ára en annað mótið í flokkum 15 ára og eldri.  Staða okkar manna í bikarkeppninni er þannig að í flokki drengja 13-14 ára er Jón Haukur í 2. sæti með 210 stig og í flokki drengja 15-16 ára er Hilmar Tryggvi efstur með 520 stig.  

Næsta bikarmót SKÍ verður haldið á Ólafsfirði 2.-4. mars. 

23.02.2018 22:13

Frestun til sunnudags

Skíðagöngunámskeið sem auglýst var á morgun frestast til sunnudagsins 25. febrúar og verður haldið kl. 14.30 í Selárdal.

Smurningsnámskeiðið sem átti einnig að vera á morgun frestast einnig til sunnudagsins 25. febrúar og verður kl. 16 í skíðaskálanum í Selárdal.

Skíðaskotfimimótið sem samkvæmt mótaskrá átti að vera á morgun frestast til sunnudagsins 25. febrúar kl. 13 í Selárdal.  Keppt verður í opnum flokkum kvenna og karla með vegalengdum við hæfi miðað við aldur þátttakenda, skráning fer fram á staðnum.

15.02.2018 22:55

Skíðagöngunámskeið

Skíðafélag Strandamanna mun halda skíðagöngunámskeið fyrir almenning næstu þrjá laugardaga.

 

Skíðagöngunámskeið 17.  febrúar kl. 14-16

Skíðagöngunámskeið 24. febrúar kl. 14-16

Námskeið í smurningu og umhirðu skíða 24. febrúar kl. 16-17

Skíðagöngunámskeið 3. mars kl. 14-16

 

Námskeiðin eru jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna og eru haldin á skíðagöngusvæði Skíðafélags Strandamanna í Selárdal.  Kennd verða undirstöðuatriðin í hefðbundinni skíðagöngu.  Námskeiðsgjald er kr. 2.000 fyrir hvert skipti, en ef farið er á öll námskeiðin er námskeiðsgjaldið alls 5.000 kr.  Fyrsta námskeiðið verður nk. laugardag 17. febrúar, Rósmundur Númason mun stjórna því og tekur við skráningum í síma 8921048 eða á facebook.

 

 

08.02.2018 13:09

Bikarmót og Hótelmótið á Ísafirði

Helgina 19.-21. janúar var fyrsta bikarmót SKÍ þennan veturinn haldið á Ísafirði, mótið var fyrir keppendur 15 ára og eldri.  Skíðafélag Strandamanna átti einn keppanda á mótinu Hilmar Tryggvi Kristjánsson tók þátt í flokki 15-16 ára og stóð sig mjög vel, hann sigraði í sprettgöngu með hefðbundinni aðferð og í 5 km göngu með frjálsri aðferð sem hann gekk á tímanum 18:45,7 mínútur.  Í 5 km göngu með hefðbundinni aðferð var hann í 3. sæti á tímanum 23:33,5 mínútur.  Samhliða bikarmótinu var skíðamót Hótels Ísafjarðar haldið fyrir krakka 14 ára og yngri, 10 krakkar frá Skíðafélagi Strandamanna tóku þar átt í ski cross á laugardeginum og göngu með hefðbundinni aðferð á sunnudeginum.  Við þökkum Skíðafélagi Ísfirðinga og Hótel Ísafirði fyrir góð mót og frábæra gestrisni.

04.02.2018 11:56

Úrslit úr Skíðafélagsmóti F

Úrslitin úr Skíðafélagsmóti með frjálsri aðferð eru komin á síðuna undir liðnum úrslit.  Mótið var haldið í gær laugardaginn 3. febrúar í Selárdal í þokkalegu veðri en dálitlar vindhviður voru öðru hvoru, sérstaklega þegar 12 ára og yngri gengu en lægði meira þegar 13 ára og eldri var startað.  Til öryggis voru vegalengdir styttar  hjá 15 ára og eldri vegna veðurs og genginn ca 3 km hringur og tveir hringir hjá körlum 17+.  Þátttaka var með besta móti en alls tóku 21 keppandi þátt.  Við þökkum keppendum þátttökuna og starfsmenn mótsins fá þakkir fyrir vel unnin störf

02.02.2018 20:12

Skíðafélagsmót með frjálsri aðferð á morgun í Selárdal

Skíðafélagsmót með frjálsri aðferð verður haldið í Selárdal laugardaginn 3. febrúar og hefst kl. 13. Keppt verður í eftirfarandi vegalengdum og flokkum:

Karlar 17 ára og eldri 10 km

Konur 17 ára og eldri 5 km

15-16 ára 5 km

13-14 ára 3,5 km

11-12 ára 2,5 km

9-10 ára 2 km

8 ára og yngri 1 km án tímatöku

Skráning fer fram á staðnum og er mótið öllum opið.

Skíðafélag Strandamanna

01.02.2018 22:51

Úrslit úr Skíðafélagsmóti H

Úrslitin úr Skíðafélagsmóti með hefðbundinni aðferð sem haldið var síðastliðinn laugardag 24. janúar eru komin á síðuna undir liðnum úrslit.  Við þökkum þátttakendum mótsins þátttökuna en alls tóku 17 manns þátt, starfsmenn mótsins fá einnig þakkir fyrir vel unnin störf.

  • 1
Flettingar í dag: 98
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 27654
Samtals gestir: 3296
Tölur uppfærðar: 5.12.2022 02:33:06