Færslur: 2018 Apríl

17.04.2018 23:05

Aðalfundur og uppskeruhátíð

Aðalfundur Skíðafélags Strandamanna verður haldinn fimmtudaginn 26. apríl kl. 20 í kaffistofu Hólmadrangs, á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf.

 

Uppskeruhátíð Skíðafélags Strandamanna verður haldin í Selárdal sunnudaginn 29. apríl og hefst kl. 17

06.04.2018 11:54

Skíðahelgin í Selárdal

Það eru góðar aðstæður í Selárdal og ennþá nóg af snjó í dalnum og spáin fyrir helgina er vægast sagt mjög góð.  Í dag föstudag 6. apríl er troðin 2,5 km braut hægt að velja um að skauta eða ganga hefðbundið.  

Á morgun laugardaginn 7. apríl kl. 13 verður haldin skiptiganga í Selárdal.  Skiptigangan er fyrir 11 ára og eldri en 10 ára og yngri ganga með frjálsri aðferð, í skiptgöngu er fyrst genginn hringur með hefðbundinni aðferð, síðan skipt um skíði og stafi og genginn annar hringur með frjálsri aðferð.  Mótið er öllum opið og skráning fer fram á staðnum og vegalengdir við allra hæfi.  Athugið að í frjálsri aðferð er engin skylda að skauta heldur er hægt að ganga með hefðbundinni aðferð ef fólk vill það frekar.

Sunnudaginn 8. apríl kl. 13 verður farið í skíðaferð fram á Selárdal, með viðkomu á Gilsstöðum sem er æskuheimili Rósmundar Númasonar formanns Skíðafélags Strandamanna.  Hægt er að velja sér vegalengd við hæfi hvers og eins en dalurinn er ca 15 km á lengd.

  • 1
Flettingar í dag: 68
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 57
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 68112
Samtals gestir: 14694
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 18:11:29