Skíðagöngunámskeið 2020

Skíðafélag Strandamanna heldur þrjú þriggja daga námskeið í skíðagöngu í vetur.  Tvö tíu tíma námskeið í hefðbundinni skíðagöngu 17.-19. janúar og 21.-23. febrúar.  Og eitt sex tíma námskeið í skíðagöngu með frjálsri aðferð (skauti) 14.-16. febrúar.  Námskeiðin verða haldin á skíðasvæði Skíðafélags Strandamanna í Selárdal við Steingrímsfjörð.

 

Skíðagöngunámskeið hefðbundin aðferð 10 tímar 21.-23. febrúar:  Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði hefðbundinnar skíðagöngu og er námskeiðið jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna.  Dagskrá hefðbundna námskeiðsins:

 

föstudagur 21. febrúar kl. 18-20 æfing

laugardagur 22. febrúar kl. 10.30-12.30 fyrri æfing

                                     kl. 12.30-14 hádegismatur og stutt smurningsnámskeið í skíðaskálanum í Selárdal

                                     kl. 14-16 seinni æfing

                                     Hægt að fara í sund og/eða heita potta, t.d. á Drangsnesi eða Hólmavík eftir æfingarnar

                                     kl. 19 sameiginlegur kvöldmatur á Restaurant Galdri Hólmavík

sunnudagur 23. febrúar kl. 10.30-12.30 æfing og námskeiðslok

 

Skráningar á námskeiðið og fyrirspurnir skal senda á netfangið [email protected]  Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá Ragnari Bragasyni í gsm 8933592 eða á facebook.  Skráningarfrestur á fyrra námskeiðið er til og með 19. febrúar.  Námskeiðsgjald fyrir þriggja daga námskeið er 15.000 kr.  Innifalið í námskeiðsgjaldi er hádegismatur á laugardeginum 22. febrúar í skíðaskálanum í Selárdal.

 

Skíðagöngunámskeið frjáls aðferð sex tímar 14.-16. febrúar:   Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði skíðagöngu með frjálsri aðferð (skautatækni á skíðum).  Dagskrá námskeiðsins er svohljóðandi:

 

föstudagur 14. febrúar kl. 18.30-20 æfing

laugardagur 15. febrúar kl. 12.30-14 fyrri æfing

                                       kl. 14-14.30 pása og spjall í skíðaskálanum í Selárdal

                                       kl.  14.30-16 seinni æfing

Sunnudagur 16. febrúar kl.  10.30-12 æfing og námskeiðslok

 

Skráningar á námskeiðið og fyrirspurnir skal senda á netfangið [email protected]  Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá Ragnari Bragasyni í gsm 8933592 eða á facebook.  Skráningarfrestur á námskeiðið með frjálsri aðferð er til og með 12. febrúar.   Námskeiðsgjald fyrir þriggja daga námskeið með frjálsri aðferð er 10.000 kr.  

 

 

Flettingar í dag: 145
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 27701
Samtals gestir: 3298
Tölur uppfærðar: 5.12.2022 03:17:43