11.01.2021 22:47

Skíðagöngunámskeið

Skíðafélag Strandamanna heldur fjögur þriggja daga námskeið í skíðagöngu í vetur.  Um er að ræða þrjú tíu tíma námskeið í hefðbundinni skíðagöngu 22.-24. janúar, 5.-7.. febrúar og 5.-7. mars.  Og eitt námskeið í skíðagöngu með frjálsri aðferð 19.-21. febrúar.  Námskeiðin verða haldin á skíðasvæði Skíðafélags Strandamanna í Selárdal við Steingrímsfjörð.

 

Skíðagöngunámskeið hefðbundin aðferð 10 tímar 22.-24. janúar:  Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði hefðbundinnar skíðagöngu og er námskeiðið jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna.  

 

Dagskrá:

 

föstudagur 22. janúar kl. 18-20 æfing

laugardagur 23. janúar kl. 10.30-12.30 fyrri æfing

                                     kl. 12.30-14 hádegismatur og stutt smurningsnámskeið í skíðaskálanum í Selárdal

                                     kl. 14-16 seinni æfing

                                     Hægt að fara í sund og/eða heita potta, t.d. á Drangsnesi eða Hólmavík eftir æfingarnar

                                     kl. 19 sameiginlegur kvöldmatur á Restaurant Galdri Hólmavík

sunnudagur 24. janúar kl. 10.30-12.30 æfing og námskeiðslok

 

Skráningar á námskeiðið og fyrirspurnir skal senda á netfangið [email protected]  Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá Ragnari Bragasyni í gsm 8933592 eða á facebook.   Námskeiðsgjald fyrir þriggja daga námskeið er 25.000 kr.  Innifalið í námskeiðsgjaldi er hádegismatur á laugardeginum 23. janúar í skíðaskálanum í Selárdal.

 

Skíðagöngunámskeið frjáls aðferð sex tímar 19.-21. febrúar:   Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði skíðagöngu með frjálsri aðferð (skautatækni á skíðum).  Dagskrá námskeiðsins er svohljóðandi:

 

föstudagur 19. febrúar kl. 18.30-20 æfing

laugardagur 20. febrúar kl. 12.30-14 fyrri æfing

                                       kl. 14-14.30 pása og spjall í skíðaskálanum í Selárdal

                                       kl.  14.30-16 seinni æfing

Sunnudagur 21. febrúar kl.  10.30-12 æfing og námskeiðslok

 

Skráningar á námskeiðið og fyrirspurnir skal senda á netfangið [email protected]  Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá Ragnari Bragasyni í gsm 8933592 eða á facebook.  Skráningarfrestur á námskeiðið með frjálsri aðferð er til og með 12. febrúar.   Námskeiðsgjald fyrir þriggja daga námskeið með frjálsri aðferð er 12.000 kr.  

 

09.02.2020 12:18

Úrslit Skíðafélagsmóts með frjálsri aðferð

Úrslitin úr Skíðafélagsmóti með frjálsri aðferð eru komin á síðuna undir liðnum úrslit, en mótið fór fram í Selárdal í gær 8. febrúar í ágætum aðstæðum og veðri.  Við þökkum keppendum fyrir þátttökuna og starfsmönnum mótsins fyrir vel unnin störf.

Snjóbíllinn Fúsi er bilaður þannig að ekki verður troðin skíðagöngubraut í Selárdal í dag.  Þá er rétt að minna á að Skíðafélag Strandamanna hóf í haust að safna fé á sérstakan reikning til að fjármagna kaup á snjótroðara þar sem Snjóbíllinn okkar hann Fúsi sem er árgerð 1986 er kominn nokkuð til ára sinna og þarf núorðið töluvert viðhald og erfitt að treysta að hann bili ekki þegar mest á reynir.   Söfnunin hefur farið vel af stað, reyndar fram úr björtustu vonum og viljum við þakka öllum þeim góðu og velviljuðu einstaklingum og fyrirtækjum sem lagt hafa okkur lið með fjárframlögum.  En betur má ef duga skal, hægt er að millifæra á söfnunarreikning snjótroðara SFS  í Sparisjóð Strandamanna 1161-15-202019 kt. 510100-2120

09.02.2020 12:17

03.02.2020 21:06

Við höfum bætt við einu námskeiði í skíðagöngu með frjálsri aðferð (skauti) sem haldið verður á skíðasvæði Skíðafélags Strandamanna í Selárdal dagana 14.-16. febrúar, hér er auglýsing um námskeiðið: 

 

Skíðagöngunámskeið frjáls aðferð sex tímar 14.-16. febrúar:   Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði skíðagöngu með frjálsri aðferð (skautatækni á skíðum).  Dagskrá námskeiðsins er svohljóðandi:

 

föstudagur 14. febrúar kl. 18.30-20 æfing

laugardagur 15. febrúar kl. 12.30-14 fyrri æfing

                                       kl. 14-14.30 pása og spjall í skíðaskálanum í Selárdal

                                       kl.  14.30-16 seinni æfing

Sunnudagur 16. febrúar kl.  10.30-12 æfing og námskeiðslok

 

Skráningar á námskeiðið og fyrirspurnir skal senda á netfangið [email protected]  Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá Ragnari Bragasyni í gsm 8933592 eða á facebook.  Skráningarfrestur á námskeiðið með frjálsri aðferð er til og með 12. febrúar.   Námskeiðsgjald fyrir þriggja daga námskeið með frjálsri aðferð er 10.000 kr.  

 

Við minnum einnig á að enn eru nokkur pláss laus á seinna námskeiðið í hefðbundinni skíðagöngu sem haldið verður í Selárdal 21.-23. febrúar, nánari upplýsingar eru hér á síðunni undir liðnum námskeið.

20.01.2020 14:58

Úrslit úr Skíðafélagsmóti og skíðagöngunámskeið

Úrslitin úr Skíðafélagsmóti með hefðbundinni aðferð eru komin hér á síðuna undir liðnum úrslit.  Fyrsta mót vetrarins 2019-20 var haldið í Selárdal í gær þrátt fyrir hvassa suðvestanátt hér um slóðir en við njótum góðs af því hversu skjólgóður Selárdalur er í sv-átt, aðeins voru dálitlar hviður öðru hverju og skúrir.  Skíðafélag Strandamanna þakkar keppendum fyrir þátttökuna og starfsfólki mótsins fyrir vel unnin störf.  Sérstakar þakkir til Öllu og Kötlu fyrir að halda út í tímatökunni þrátt fyrir nokkuð erfiðar aðstæður.

Fyrsta þriggja daga skíðagöngunámskeiði Skíðafélags Strandamanna lauk í gær í Selárdal, námskeiðið hófst á föstudagskvöld og voru mjög góðar aðstæður og veður bæði á föstudag og laugardag í hægviðri, dálitlu frosti og nýjum snjó, í gær sunnudag hlánaði hins vegar og voru sviptingar í veðri en náðist að ljúka námskeiðinu þrátt fyrir það.  Skíðafélag Strandamannna þakkar þátttakendum á námskeiðinu fyrir komuna sem og þjálfarar og þau sem aðstoðuðu við framkvæmd námskeiðsins á einn eða annan hátt.  Sérstakar þakkir fá Alla og Halldór fyrir ljúffenga kjötsúpu sem var í boði í hádeginu á laugardag í skíðaskálanum í Selárdal fyrir þátttakendur og leiðbeinendur námskeiðsins.  Við minnum á að seinna þriggja daga skíðagöngunámskeið vetrarins verður haldið 21.-23 febrúar í Selárdal, skráning í það námskeið fer vel af stað en skráningar skal senda á netfangið [email protected]

Eftir að nærri tíu daga hléi á skíðaiðkun vegna veðurs hér á Ströndum lauk síðasta fimmtudag er því búið að vera mikið um að vera í Selárdal, því auk námskeiðshalds og Skíðafélagsmótsins  náðum við að halda skíðaæfingar fyrir börn og unglinga fimmtudag og föstudag auk vinaæfingar á laugardag.

Stefnt er að því að á morgun þriðjudag 21. janúar verði skíðagöngubraut tilbúin í Selárdal um kl. 14 þar sem spár gera ráð fyrir að veður verði orðið gott upp úr hádegi á morgun.

 

06.01.2020 22:51

Skíðagöngunámskeið í janúar og febrúar

Skíðafélag Strandamanna heldur tvö þriggja daga námskeið í skíðagöngu í vetur, 17.-19. janúar og 21.-23. febrúar á skíðasvæðinu í Selárdal.  Á námskeiðunum verður farið yfir grundvallaratriði hefðbundinnar skíðagöngu og er námskeiðið jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna.  Hér eru drög að dagskrá námskeiðanna:

 

föstudagur 17. janúar kl. 18-19.30 æfing

laugardagur 18. janúar kl. 10.30-12.30 fyrri æfing

                                          kl. 12.30-14 hádegismatur og stutt smurningsnámskeið í skíðaskálanum í Selárdal

                                          kl. 14-16 seinni æfing

                                         Hægt að fara í sund og/eða heita potta, t.d. á Drangsnesi eða Hólmavík eftir æfingarnar

                                         kl. 19 sameiginlegur kvöldmatur á Restaurant Galdri Hólmavík

sunnudagur 19. janúar kl. 10.30-12 æfing og námskeiðslok

 

föstudagur 21. febrúar kl. 18-19.30 æfing

laugardagur 22. febrúar kl. 10.30-12.30 fyrri æfing

                                            kl. 12.30-14 hádegismatur og stutt smurningsnámskeið í skíðaskálanum í Selárdal

                                            kl. 14-16 seinni æfing

                                           Hægt að fara í sund og/eða heita potta, t.d. á Drangsnesi eða Hólmavík eftir æfingarnar

                                          kl. 19 sameiginlegur kvöldmatur á Restaurant Galdri Hólmavík

sunnudagur 23. febrúar kl. 10.30-12 æfing og námskeiðslok

 

Skráningar á námskeiðið og fyrirspurnir skal senda á netfangið [email protected]  Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá Ragnari Bragasyni í gsm 8933592 eða á facebook.  Skráningarfrestur á fyrra námskeiðið er til 15. janúar og á hið síðara 19. febrúar.  Námskeiðsgjald fyrir þriggja daga námskeið er 15.000 kr.

03.01.2020 22:21

Mótaskrá

Mótaskrá Skíðafélags Strandamanna fyrir veturinn 2020 er komin á síðuna, í mótaskránni er að finna þau mót sem Skíðafélag Strandamanna heldur og einnig þau mót sem félagar í Skíðafélagi Strandamanna eru líklegir til þátttöku í.  Fyrsta mót vetrarins samkvæmt mótaskránni er Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð sem haldið verður í Selárdal 18. janúar.

20.04.2019 21:30

Úrslit móta komin á síðuna

Úrslitin úr sprettgöngu, boðgöngu og Grímseyjarmóti eru komin hér á síðuna undir liðnum úrslit, þar með er búið að halda 6 skíðamót á vegum Skíðafélagsins í vetur auk Strandagöngunnar.  Grímseyjarmótið var haldið á skírdag 18. apríl á Steingrímsfjarðarheiði.  Við þökkum keppendum fyrir þátttökuna, starfsmenn mótsins fá þakkir fyrir vel unnin störf og útgerðarfélagið ST 2 á Drangsnesi fær kærar þakkir fyrir mótið og páskaeggin sem allir þátttakendur í mótinu fengu.

19.04.2019 22:19

Framundan um páskana

Á morgun laugardaginn 20. apríl verður haldið námskeið í að bera undir skíði rennslisáburð og festuáburð.  Námskeiðið hefst kl. 13 í bílskúrnum hjá Rósmundi Númasyni formanni Skíðafélags Strandamanna Víkurtúni 10 á Hólmavík.

 

Á páskadag sunnudaginn 21. apríl er stefnt á skíðaferð milli Steingrímsfjarðarheiðar og Þröskulda ef veður leyfir, eins og staðan er í dag verður lagt af stað af Steingrímsfjarðarheiði kl. 13 á páskadag.  Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í ferðina til Ragnars Bragasonar á facebook eða í gsm 8933592

 

Sparisjóðsmót verður haldið á annan dag páska 22. apríl kl. 13, staðsetning ekki ákveðin ennþá, annað hvort á Þröskuldum eða Steingrímsfjarðarheiði.

17.04.2019 12:36

Grímseyjarmót á morgun

Grímseyjarmót í skíðagöngu verður haldið á morgun skírdag fimmtudaginn 18. apríl kl. 13 á Steingrímsfjarðarheiði.  Gengið verður með hefðbundinni aðferð og er hægt að velja um vegalengdirnar 5, 10 og 15 km í karla og kvennaflokkum.  12 ára og yngri ganga styttri vegalengdir.  Skráning fer fram á staðnum, ræst er með hópstarti og er mótið öllum opið.  Allir þátttakendur fá páskaglaðning frá Útgerð ST 2 ehf á Drangsnesi.

 

Á laugardag eða sunnudag páskadag er stefnt á að fara í fjallaferð á skíðum, hugsanlega milli Steingrímsfjarðarheiðar og Þröskulda sem eru rúmlega 30 kílómetrar.  Þessi leið verður ekki farin nema veður og aðstæður séu góðar.  Ferðin verður nánar auglýst þegar nær dregur.

 

Á annan dag páska 22. apríl verður Sparisjóðsmót í göngu haldið, líklega á Steingrímsfjarðarheiði, nánar auglýst síðar.

05.04.2019 22:45

Úrslit

Úrslit úr Skíðafélagsmóti með frjálsri aðferð og skíðaskotfimi sem haldin voru 9. og 16. mars eru komin á síðuna undir liðnum úrslit

05.04.2019 22:42

Sprettganga og fjallaferð

Á morgun laugardaginn 6. apríl verður sprettgöngumót í Selárdal kl. 13. Gengið verður með frjálsri aðferð þrjár umferðir, fyrst verður tímataka, síðan úrslit í hverjum flokki og í lokin verður hin geysivinsæla sprettganga með forgjöf.

Sunnudaginn 7. apríl kl. 13 er á dagskránni að fara í fjallaferð á skíðum. Gengið verður af Þröskuldum yfir Heiðarbæjarheiði og Vatnadal og komið niður við bæinn Steinadal í Kollafirði.

Að sjálfsögðu eru allir velkomnir með í sprettgönguna og fjallaferðina.

17.02.2019 13:40

Úrslit Skíðafélagsmótsins komin á síðuna

Fyrsta skíðamót vetrarins á vegum Skíðafélags Strandamanna þennan veturinn var haldið í gær sunnudaginn 16. febrúar þegar Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð var haldið í Selárdal.  Genginn var 5 km hringur og startað með einstaklingsstarti, aðstæður voru góðar, gott veður og færi.  Úrslitin úr mótinu eru komin inn á þessa síðu undir liðnum úrslit.  Skíðafélag Strandamanna þakkar öllum keppendum fyrir þátttökuna og starfsfólki mótsins fyrir vel unnin störf.

15.02.2019 23:17

Skíðafélagsmót

Fyrsta skíðamót vetrarins, Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð verður haldið á morgun laugardag 16. febrúar kl. 13 í Selárdal. Ræst er með einstaklingsstarti með hálfrar mínútu millibili. Keppt er í eftirfarandi vegalengdum og flokkum:

8 ára og yngri 1 km

9-10 ára 2 km

11-12 ára 2,5 km

13-14 ára 3,5 km

15-16 ára 5 km

konur 17 ára og eldri 5 km

karlar 17 ára og eldri 10 km

14.02.2019 11:59

Skíðafatnaður

Verið er að taka saman pöntun á skíðafatnaði frá Trimtex fyrir félaga í Skíðafélagi Strandamanna, um er að ræða keppnisgalla, utanyfirgalla og húfur.  Aðalbjörg Óskarsdóttir tekur við pöntunum á facebook, tölvupósti [email protected] eða síma 8687156

Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 27606
Samtals gestir: 3296
Tölur uppfærðar: 5.12.2022 01:50:38