28.03.2014 22:24

Fjallaferð og skiptiganga

Á morgun laugardaginn 29. mars verður farið í fjallaferð úr Selárdal yfir í Bjarnarfjörð.  Farið verður af stað frá Brandsholti í Selárdal kl. 11 og gengið yfir Bjarnarfjarðarháls og niður Sunndal í Bjarnarfirði.  Áætlað er að vera við Skarð í Bjarnarfirði kl. 13 og þaðan er auðveld ganga niður að Laugarhóli ef snjór er nægur alla leið.  Þeir sem ekki treysta sér alla leið geta slegist í hópinn við Skarð, en þaðan eru ca. 3 km niður að Laugarhóli.  Öll leiðin úr Selárdal að Laugarhóli eru a.m.k. 15 km.  Farið verður á sleða með spora á undan göngumönnum en einnig eru líkur á að það verði gott færi til að skauta.  Á Laugarhóli verður hægt að fara í sund og heitan pott í Gvendarlaug hins góða að göngu lokinni.

 

Á sunnudaginn verður svo HSS-mót í Selárdal þar sem keppt verður í skiptigöngu í öllum flokkum 9 ára og eldri, en 8 ára og yngri ganga 1 km án tímatöku.  Skiptiganga er þannig að fyrst er gengið með hefðbundinni aðferð síðan skipt um skíði og stafi og seinni hlutinn genginn með frjálsri aðferð, ekki er þó skylda að skipta um skíði og stafi.

Flettingar í dag: 7
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 106
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 68247
Samtals gestir: 14748
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 01:39:24