17.04.2019 12:36

Grímseyjarmót á morgun

Grímseyjarmót í skíðagöngu verður haldið á morgun skírdag fimmtudaginn 18. apríl kl. 13 á Steingrímsfjarðarheiði.  Gengið verður með hefðbundinni aðferð og er hægt að velja um vegalengdirnar 5, 10 og 15 km í karla og kvennaflokkum.  12 ára og yngri ganga styttri vegalengdir.  Skráning fer fram á staðnum, ræst er með hópstarti og er mótið öllum opið.  Allir þátttakendur fá páskaglaðning frá Útgerð ST 2 ehf á Drangsnesi.

 

Á laugardag eða sunnudag páskadag er stefnt á að fara í fjallaferð á skíðum, hugsanlega milli Steingrímsfjarðarheiðar og Þröskulda sem eru rúmlega 30 kílómetrar.  Þessi leið verður ekki farin nema veður og aðstæður séu góðar.  Ferðin verður nánar auglýst þegar nær dregur.

 

Á annan dag páska 22. apríl verður Sparisjóðsmót í göngu haldið, líklega á Steingrímsfjarðarheiði, nánar auglýst síðar.

Flettingar í dag: 86
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 49
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 100343
Samtals gestir: 30326
Tölur uppfærðar: 31.10.2020 20:15:19