Í dag keppti Birkir Þór Stefánsson í 10 km göngu með hefðbundinni aðferð á Skíðamóti Íslands sem haldið er á Ísafirði. Birkir átti góða göngu og gekk á tímanum 35.35 mínútum sem tryggði honum 5. sætið af 13 keppendum og var hann 3.45 mínútum á eftir sigurvegaranum Sævari Birgissyni frá Ólafsfirði. Nánari úrslit úr göngunni eru á heimasíðu Skíðafélags Ísafjarðar snjór.is.
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is