06.04.2013 21:02

Góður árangur hjá Birki á SMÍ

Í dag keppti Birkir Þór Stefánsson í 10 km göngu með hefðbundinni aðferð á Skíðamóti Íslands sem haldið er á Ísafirði.  Birkir átti góða göngu og gekk á tímanum 35.35 mínútum sem tryggði honum 5. sætið af 13 keppendum og var hann 3.45 mínútum á eftir sigurvegaranum Sævari Birgissyni frá Ólafsfirði.  Nánari úrslit úr göngunni eru á heimasíðu Skíðafélags Ísafjarðar snjór.is.

Flettingar í dag: 6
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 191
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 168602
Samtals gestir: 30893
Tölur uppfærðar: 24.10.2025 01:07:52