Færslur: 2018 Mars

27.03.2018 22:49

Viðburðir um páskana

Á skírdag 29. mars verður Hólmadrangsmótið í skíðagöngu haldið í Selárdal kl. 13.  Gengið verður með hefðbundinni aðferð, fer skráning fram á staðnum og mótið er öllum opið.   Vegalengdir eru eftirfarandi:  Karlar 17 ára og eldri 15 km, konur 17 ára og eldri 7,5 km, 15-16 ára 5 km, 13-14 ára 3,5 km, 11-12 ára 2,5 km, 9-10 ára 2 km og 8 ára og yngri 1 km.  Að göngu lokinni fá allir þátttakendur páskaglaðning frá Hólmadrangi.

Laugardaginn 31. mars er áformað að fara í fjallaferð ef veður leyfir.  Lagt verður af stað af Þröskuldum kl. 13 og gengið þaðan niður Húsadal að Orkuseli við Þverárvirkjun vegalengdin er ca 15 km.  

Á annan dag páska mánudaginn 2. apríl verður Sparisjóðsmót í skíðagöngu haldið í Selárdal kl. 13.  Gengið verður með frjálsri aðferð, skráning fer fram á staðnum og er öllum velkomið að taka þátt.  Vegalengdir eru eftirfarandi:  Karlar 17 ára og eldri 10 km, konur 17 ára og eldri 5 km, 15-16 ára 5 km, 13-14 ára 3,5 km, 11-12 ára 2,5 km, 9-10 ára 2 km og 8 ára og yngri 1 km.

03.03.2018 21:41

Vasagangan á morgun

Á morgun sunnudaginn 4. mars verður hin 90 km Vasaganga gengin milli Salen og Mora í Svíþjóð.  Tveir Strandamenn taka þátt í göngunni að þessu sinni en það eru feðgarnir Rósmundur Númason og Númi Leó Rósmundsson.  Gangan hefst kl. 7 að íslenskum tíma og er send beint út á SVT1 og Eurosport.  Hér er úrslitasíða Vasagöngunnar þar sem hægt er að fylgjast með okkar mönnum sem eru með rásnúmer 11102 og 11103 .

01.03.2018 22:31

Skíðagöngunámskeið á sunnudaginn

Síðasta skíðagöngunámskeiðið af þremur sem Skíðafélag Strandamanna stendur fyrir verður haldið næsta sunnudag 4. mars kl. 14.30 í Selárdal.  Námskeiðið var áður auglýst laugardaginn 3. mars en verður haldið sunnudaginn 4. mars.  Á námskeiðinu verða kennd grundvallaratriði hefðbundinnar skíðagöngu.  Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Ragnari Bragasyni í síma 8933592 eða á facebook.

  • 1
Flettingar í dag: 119
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 27675
Samtals gestir: 3298
Tölur uppfærðar: 5.12.2022 02:54:43