Færslur: 2015 Mars

30.03.2015 22:08

Skíðamót um páskana

Skíðamót Arionbanka verður haldið í Selárdal 2. Apríl skírdag og hefst kl. 13 gengið verður með hefðbundinni aðferð og eru vegalengdir 15 km í karlaflokki og 7,5 km í kvennaflokki, í barnaflokkum eru styttri vegalengdir.  Skráning fer fram á staðnum og eru allir velkomnir.

 

Sparisjóðsmótið í skíðagöngu verður haldið í Selárdal mánudaginn 6. apríl annan dag páska og hefst kl 13.  Gengið verður með frjálsri aðferð, vegalengdir eru 10 km í karlaflokki og 5 km í kvennaflokki, í barna flokkum eru styttri vegalengdir.  skráning fer fram á staðnum og eru allir velkomnir.

 

Skíðafélag Strandamanna

21.03.2015 20:43

Skíðaskotfimimót á morgun

Á morgun sunnudaginn 22. mars verður haldið skíðaskotfimimót í Selárdal, mótið hefst kl. 12 og er gengið með frjálsri aðferð, vegalengdir við allra hæfi.

15.03.2015 23:09

Úrslit úr sprettgöngunni

Úrslitin úr sprettgöngunni sem haldin var í dag í Selárdal eru komin á síðuna undir liðnum úrslit.  Við þökkum starfsmönnum göngunnar fyrir vel unnin störf og keppendur fá þakkir fyrir þátttökuna.

14.03.2015 22:24

Sprettganga á morgun

Á morgun sunnudaginn 15. mars verður haldið sprettgöngumót í Selárdal og hefst það kl. 14.  Gengið verður með frjálsri aðferð.  Gengnir verða þrír sprettir, fyrst tímataka með einstaklingsstarti, síðan hópstart aldursflokkaskipt og síðasta umferð verður í opnum flokkum karla og kvenna þar sem ræst verður út með forgjöf.

  • 1
Flettingar í dag: 145
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 27701
Samtals gestir: 3298
Tölur uppfærðar: 5.12.2022 03:17:43