Færslur: 2015 Janúar

29.01.2015 13:36

Skíðafélagsmót með frjálsri aðferð

Skíðafélagsmót með frjálsri aðferð verður haldið í Selárdal laugardaginn 31. janúar og hefst kl. 13.  Keppt verður í eftirfarandi vegalengdum:

Karlar 17 ára og eldri 10 km

Konur 17 ára og eldri 5 km

15-16 ára 5 km

13-14 ára 3,5 km

11-12 ára 2,5 km

9-10 ára 2 km

8 ára og yngri 1 km án tímatöku

Skráning fer fram á staðnum og er mótið öllum opið.

Skíðafélag Strandamanna

25.01.2015 22:29

Úrslit úr Skíðafélagsmótinu

Úrslitin úr Skíðafélagsmótinu eru komin á vefinn undir liðnum úrslit.  Fyrsta mót vetrarins hjá Skíðafélagi Strandamanna var haldið í Selárdal í gær laugardaginn 24. janúar 2015.  Þátttaka var góð en alls tóku 26 þátt í prýðilegu veðri og aðstæðum við þökkum keppendum fyrir þátttökuna og starfsmönnum mótsins fyrir vel unnin störf.

Næsta mót samkvæmt mótaskrá SFS er Skíðafélagsmót með frjálsri aðferð sem haldið verður laugardaginn 31. janúar.

22.01.2015 17:00

Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð

Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð verður haldið í Selárdal laugardaginn 24. janúar og hefst kl. 13.  Keppt verður í eftirfarandi vegalengdum:

Karlar 17 ára og eldri 10 km

Konur 17 ára og eldri 5 km

15-16 ára 5 km

13-14 ára 3,5 km

11-12 ára 2,5 km

9-10 ára 2 km

8 ára og yngri 1 km án tímatöku

Skráning fer fram á staðnum og er mótið öllum opið.

Skíðafélag Strandamanna

19.01.2015 01:07

Aðalfundur

Aðalfundur Skíðafélags Strandamanna verður haldinn í kaffistofu Hólmadrangs á Hólmavík mánudaginn 26. janúar og hefst hann kl. 20 á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf.

15.01.2015 15:09

Snjór um víða veröld

Sunnudaginn 18. janúar fer fram World Snow day eða Snjór um víða veröld. Í tilefni dagsins verða að sjálfsögðu troðnar skíðagöngubrautir í Selárdal.

Kl. 13-14.30 verður skíðaæfing fyrir börn og unglinga svokölluð vinaæfing þar sem tilvalið er að bjóða vinum eða vinkonum með á skemmtilega skíðaæfingu. Allir velkomnir.

Kl. 14.30-15.30 er boðið upp á skíðagöngunámskeið fyrir fullorðna þar sem kennd verða grundvallaratriði í hefðbundinni skíðagöngu. Rósmundur Númason tekur við... skráningum á námskeiðið á facebook eða í síma 8921048. Mögulegt verður að fá lánuð skíði og skíðabúnað á staðnum en takmarkaður fjöldi er til, fer eftir skóstærð og hæð þátttakenda. Allir velkomnir.

Í tilefni dagsins verður heitt kakó, kaffi og léttar veitingar á boðstólum í Selárdal á sunnudaginn

15.01.2015 10:21

Mótaskrá

Mótaskrá Skíðafélags Strandamanna fyrir veturinn 2015 er komin á síðuna, einnig er getið helstu móta á landinu sem Strandamenn eru líklegir til þátttöku í ásamt dagsetninga á þemaæfingum og fjallaferðum.

11.01.2015 22:23

Skíðaæfingar

Skíðaæfingar hjá Skíðafélagi Strandamanna í vetur verða sem hér segir:

Miðvikudagar kl. 17.30-18.30

Föstudagar kl. 17-18:30

Laugardagar kl. 17-18 Línuskautar í íþróttahúsinu Hólmavík

Sunnudagar kl. 13-14.30

 

Skíðaæfingarnar fara fram á skíðasvæðinu í Selárdal nema annað sé tekið fram.  Sent er sms um hvort af æfingu verður í síðasta lagi um hádegi daginn sem æfingin er, einnig er sent sms ef lagðar eru skíðabrautir aðra daga.  Þeir sem óska eftir að fá sms um æfingar og brautir hafi samband við Ragnar í síma 8933592.

 

Skíðagönguæfingar Skíðafélags Strandamanna eru gjaldfrjálsar og öllum opnar.  Nýir iðkendur eru sérstaklega velkomnir.

  • 1
Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 66
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 67654
Samtals gestir: 14535
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 01:13:33