Færslur: 2014 Apríl

29.04.2014 22:09

Uppskeruhátíð og boðganga

Uppskeruhátíð Skíðafélags Strandamanna verður haldin sunnudaginn 4. maí.  Byrjað verður á firmakeppni í boðgöngu í Selárdal kl. 13 þar sem keppt verður í þriggja manna liðum sem skipt verður í þannig að þau verði sem jöfnust að getu.  Gengið verður með hefðbundinni aðferð.  Þeir sem ætla að vera með þurfa að skrá sig með því að senda póst á netfangið [email protected] eða hafa samband við Ragnar í síma: 8933592, einnig er auglýst eftir fyrirtækjum sem vilja kaupa lið í boðgöngunni.

 

Eftir boðgönguna verður farið í sund í sundlauginni á Drangsnesi og síðan verður sjálf uppskeruhátíðin í Félagsheimilinu Baldri á Drangsnesi.  Afhent verða verðlaun og viðurkenningar fyrir veturinn og grillaðar pylsur og hamborgarar.  Tilkynna þarf þáttöku á uppskeruhátíðina til Aðalbjargar Óskarsdóttur í síma 8687156 eða á netfangið [email protected] eða á facebook.

16.04.2014 12:41

Sparisjóðsmót

Sparisjóðsmót í skíðagöngu verður haldið í Selárdal 21. apríl eða annan í páskum, mótið hefst kl. 11.  Gengið verður með frjálsri aðferð.  Í karlaflokkum verða gengnir 10 km, í kvennaflokkum 17 ára og eldri verða gengnir 5 km.  Í yngri aldursflokkum verða vegalengdir svipaðar og verið hafa á öðrum mótum í vetur.  Mótið er öllum opið og fer skráning fram á staðnum.  Það er Sparisjóður Strandamanna sem er styrktaraðili mótsins.

16.04.2014 12:38

Skíðamót Arion banka

Skíðamót Arion banka verður haldið í Selárdal laugardaginn 19. apríl og hefst kl. 11.  Gengið verður með hefðbundinni aðferð.  Í karlaflokkum 17 ára og eldri verða gengnir 15 km en 7,5 km í kvennaflokkum.  Í yngri aldursflokkum verða svipaðar vegalengdir og verið hafa í mótum í vetur.  Allir þátttakendur fá páskaegg fyrir þátttökuna.  Skráning fer fram á staðnum.  Það er Arion banki á Hólmavík sem er styrktaraðili mótsins.

05.04.2014 20:05

Góður árangur hjá Birki á SMÍ

Birkir Þór Stefánsson keppti í gær föstudaginn 4. apríl í hefðbundinni göngu á Skíðamóti Íslands á Akureyri.   Birkir náði 4. sæti og gekk 15 km á 52.30 mínútum og var tæplega 7 mínútum á eftir sigurvegara göngunnar Sævari Birgissyni sem keppir fyrir Ólafsfjörð.

  • 1
Flettingar í dag: 98
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 27654
Samtals gestir: 3296
Tölur uppfærðar: 5.12.2022 02:33:06