06.04.2013 12:48

Óbyggðaferð á morgun

Á æfingatíma á morgun sunnudaginn 7. apríl stendur Skíðafélag Strandamanna fyrir skíðagönguferð fram Selárdal.  Áætlað er að leggja af stað frá Geirmundarstöðum kl. 13 og tekur ferðin líklega 2-3 tíma.  Farið verður á sleða með spora með hópnum og gert spor en einnig er ágætt færi til að skauta.  Ágætt er fyrir ferðalanga að hafa með sér nesti og drykk í bakpoka og vera vel búinn þar sem spáð er frosti en á að hlýna um miðjan dag á morgun.  Hver og einn verður á sinni eigin ábyrgð í ferðinni og líklega skiptum við okkur í tvo hópa í ferðinni þar sem hópurinn sem færi hægar yfir myndi fara fram að Þjóðbrókargili eða beygjunni á Selárdalnum en þeir sem eru hraðskreiðari færu eitthvað lengra.  Öllum er velkomið að slást í hópinn og koma með í skemmtilega ferð og njóta útiveru og hreyfingar í fallegu umhverfi Selárdals.

Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 239
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 119571
Samtals gestir: 26027
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:02:56