Í gær fórum við í ferð fram á Selárdal og gengum fram að fremra-Hvanneyrargili í frábæru veðri og færi. Ferðin frameftir tók klukkutíma og fimmtíu mínútur en bakaleiðina fórum við á fimmtíu mínútum. Alls voru 15 manns sem fóru í ferðina og var yngsti skíðakappinn aðeins 8 ára gamall. Lagt var spor með sleða og spora og ætti það að vera í lagi í dag ef einhver hyggur á skíðaferð í dag. Leiðin er ca 20 km ef farið er af Brandsholti.
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is