19.04.2013 21:48

Boðganga á sunnudaginn

Næstkomandi sunnudag 21. apríl kl. 17 verður haldin boðganga í Selárdal.  Fyrirkomulag verður svipað og verið hefur undanfarin ár, 3 eru í hverju liði og raðað í lið þannig að þau verði sem jöfnust að styrkleika.  Boðgangan er um leið firmakeppni þar sem fyrirtæki geta keypt sér lið.  Þeir sem ætla að taka þátt í boðgöngunni hafi samband við Ragnar í síma 8933592 eða senda póst á netfangið sigrak@simnet.is einnig er auglýst eftir fyrirtækjum sem hafa áhuga á að kaupa lið.

 

Á morgun laugardaginn 20 apríl er ætlunin að ganga fram að Gilsstöðum á skíðum og ætlar Rósmundur að bjóða þar skíðamönnum upp á hressingu og skoðunarferð í húsið á Gilsstöðum sem nýlokið er við að byggja.  Öllum er velkomið að slást í hópinn og verður lagt af stað frá Brandsholti kl. 17.

Flettingar í dag: 6
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 191
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 168602
Samtals gestir: 30893
Tölur uppfærðar: 24.10.2025 01:07:52