Þar sem veður hefur verið mjög óhagstætt undanfarnar vikur hefur mótaskráin raskast mikið hjá okkur, því þarf að breyta mótaskrá í samræmi við það og ef veður leyfir verður haldin sprettganga á morgun laugardaginn 1. mars kl. 12 í Selárdal, gengið verður með hefðbundinni aðferð. Mótið verður með sama sniði og undanfarin ár, fyrst verður ræst út í hverjum aldursflokki fyrir sig og í lokin verður ræst út í opnum flokkum karla og kvenna með forgjöf.
Skíðagöngunámskeið sem auglýst hefur verið, verður samkvæmt áætlun á morgun í Selárdal kl. 14. Allir velkomnir.
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is