06.03.2014 09:40

Sveitakeppni í Strandagöngunni

 

Í Strandagöngunni verður boðið upp á sveitakeppni eins og verið hefur undanfarin ár í 5, 10 og 20 km vegalengdum en að þessu sinni verður ekki sveitakeppni í 1 km.  Þrír eru í hverri sveit og gildir samanlagður tími þeirra í göngunni og verða veitt verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í hverri vegalengd.

 

Útlitið er mjög gott fyrir Strandagönguna, nægur snjór er í Selárdal og verður genginn 10 km hringur svipaður og var í göngunni í fyrra.  Í þessari viku hafa verið lagðar brautir nær daglega og verið frábært færi.

Flettingar í dag: 19
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 187
Gestir í gær: 5
Samtals flettingar: 173785
Samtals gestir: 31181
Tölur uppfærðar: 16.11.2025 00:44:05