Á morgun laugardaginn 8. mars verður haldið Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð einnig nefnt Kjartansmót í Selárdal og hefst mótið kl. 12. Keppt er í öllum flokkum og eru vegalengdir í karlaflokki 10 km í kvennaflokki 5 km, 15-16 ára 5 km, 13-14 ára 3,5 km, 11-12 ára 2,5 km, 9-10 ára 2 km og 8 ára og yngri 1 km. Fyrsti maður í 10 km vegalengdinni hlýtur Kjartansbikarinn til varðveislu næsta árið, en bikarinn var gefinn til minningar um Kjartan Jónsson skipstjóra á Hólmavík.
Við minnum á aðalfund Skíðafélags Strandamanna sem haldinn verður í kvöld kl. 20. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem farið verður yfir stöðu mála við undirbúning Strandagöngunnar.
Í dag kl. 17-18.30 er skíðaæfing í Selárdal æfingin er svokölluð vinaæfing þar sem má bjóða vinum eða vinkonum að koma með á æfinguna, þeir sem geta komi með aukaskíði, skó eða stafi í krakkastærðum á æfinguna ef einhvern vantar.
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is