Það er búið að setja inn úr þeim tveimur heimamótum sem við höfum haldið í vetur.
Sprettgangan var haldin 1. mars í frekar erfiðum aðstæðum, strekkingsvindi og slyddu og blautum nýjum snjó. Það voru gengnar 2 umferðir fyrst í aldursflokkum og síðan með forgjöf þar sem tíminn úr fyrri umferðinni réði forgjöfinni. Þetta fyrirkomulag er sannkölluð martröð tímatökufólks þar sem nánast allir koma á sama tíma í mark, aðeins náðist tími á 1. manni í mark og eru aðrir tímar ágiskun.
Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð var haldið laugardaginn 8. mars og var genginn hringur sem var 2,9 km langur, þannig að 5 km vegalengdin er í raun 5,8 km og 10 km eru 11,6 km.
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is