Það verður ýmislegt um að vera í Selárdal um helgina ef veður leyfir, á laugardaginn verður Skíðafélagsmót með frjálsri aðferð haldið kl. 18 í Selárdal, keppt verður í sömu flokkum og vegalengdum og var í Skíðafélagsmóti með hefðbundinni aðferð sem haldið var 8. mars. Ræst verður með hálfrar mínútu starti.
Á sunnudaginn kl. 14 verður keppt í Skíðaskotfimi með frjálsri aðferð keppt verður í öllum aldursflokkum 9 ára og eldri. Ræst verður með hópstarti. Það skal tekið fram svo að enginn verði hræddur að ekki verða notuð skotvopn í keppninni heldur er notuð sú aðferð að kasta priki inn í lítinn hring, einn refsihringur verður fyrir hvert skot sem klikkar eins og er í venjulegri skíðaskotfimi. Á sama tíma verður venjuleg æfing fyrir krakka 8 ára og yngri.
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is