Sparisjóðsmót í skíðagöngu verður haldið í Selárdal 21. apríl eða annan í páskum, mótið hefst kl. 11. Gengið verður með frjálsri aðferð. Í karlaflokkum verða gengnir 10 km, í kvennaflokkum 17 ára og eldri verða gengnir 5 km. Í yngri aldursflokkum verða vegalengdir svipaðar og verið hafa á öðrum mótum í vetur. Mótið er öllum opið og fer skráning fram á staðnum. Það er Sparisjóður Strandamanna sem er styrktaraðili mótsins.
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is