29.04.2014 22:09

Uppskeruhátíð og boðganga

Uppskeruhátíð Skíðafélags Strandamanna verður haldin sunnudaginn 4. maí.  Byrjað verður á firmakeppni í boðgöngu í Selárdal kl. 13 þar sem keppt verður í þriggja manna liðum sem skipt verður í þannig að þau verði sem jöfnust að getu.  Gengið verður með hefðbundinni aðferð.  Þeir sem ætla að vera með þurfa að skrá sig með því að senda póst á netfangið sigrak@simnet.is eða hafa samband við Ragnar í síma: 8933592, einnig er auglýst eftir fyrirtækjum sem vilja kaupa lið í boðgöngunni.

 

Eftir boðgönguna verður farið í sund í sundlauginni á Drangsnesi og síðan verður sjálf uppskeruhátíðin í Félagsheimilinu Baldri á Drangsnesi.  Afhent verða verðlaun og viðurkenningar fyrir veturinn og grillaðar pylsur og hamborgarar.  Tilkynna þarf þáttöku á uppskeruhátíðina til Aðalbjargar Óskarsdóttur í síma 8687156 eða á netfangið allaoskars@gmail.com eða á facebook.

Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 239
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 119615
Samtals gestir: 26034
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:24:05