15.01.2015 15:09

Snjór um víða veröld

Sunnudaginn 18. janúar fer fram World Snow day eða Snjór um víða veröld. Í tilefni dagsins verða að sjálfsögðu troðnar skíðagöngubrautir í Selárdal.

Kl. 13-14.30 verður skíðaæfing fyrir börn og unglinga svokölluð vinaæfing þar sem tilvalið er að bjóða vinum eða vinkonum með á skemmtilega skíðaæfingu. Allir velkomnir.

Kl. 14.30-15.30 er boðið upp á skíðagöngunámskeið fyrir fullorðna þar sem kennd verða grundvallaratriði í hefðbundinni skíðagöngu. Rósmundur Númason tekur við... skráningum á námskeiðið á facebook eða í síma 8921048. Mögulegt verður að fá lánuð skíði og skíðabúnað á staðnum en takmarkaður fjöldi er til, fer eftir skóstærð og hæð þátttakenda. Allir velkomnir.

Í tilefni dagsins verður heitt kakó, kaffi og léttar veitingar á boðstólum í Selárdal á sunnudaginn

Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 239
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 119571
Samtals gestir: 26027
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:02:56