Kristbjörn Sigurjónsson (Bobbi) í Craftsport á Ísafirði verður með smurningsnámskeið á Hólmavík fimmtudaginn 12. febrúar kl. 17. Bobbi verður með skíðaáburð og skíðavörur til sölu á staðnum auk þess að miðla af reynslu sinni í meðhöndlun skíða þ.e. bræða rennslisvax undir og setja festuáburð undir skíðin. Staðsetning er að Víkurtúni 10 í bílskúrnum hjá Rósmundi formanni Skíðafélags Strandamanna.
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is