23.02.2015 15:03

Allt að verða klárt fyrir Strandagönguna

Undirbúningur fyrir Strandagönguna 2015 gengur vel, verðlaunagripir verða veglegir eins og undanfarin ár, nægur snjór er í Selárdal og eru allar líkur á að hægt verði að ganga 10 km hring fram að Gilsstöðum í Selárdal.  Spáin fyrir helgina er einnig góð, en yr.no spáir hægri suðlægri átt og bjartviðri.  Við viljum hvetja fólk til að skrá sig sem fyrst í gönguna til að auðvelda undirbúning og minnum einnig á að hægt er að vera með í sveitakeppni í 5, 10 og 20 km vegalengdum þar sem samanlagður tími þriggja keppenda gildir.  Einnig viljum við hvetja börn á öllum aldri til að vera með í skíðaleikjadeginum sunnudaginn 1. mars kl. 10-12 í Selárdal.  Það er kjörið tækifæri að skella sér í leikhús á Hólmavík að Strandagöngunni lokinni á því Leikfélag Hólmavíkur? verður með 3. sýningu á leikritinu Sweeney Todd laugardaginn 28. febrúar kl. 20 í Félagsheimilinu á Hólmavík.

Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 239
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 119571
Samtals gestir: 26027
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:02:56