Við hvetjum fólk til að skrá sig sem fyrst í Strandagönguna sem haldin verður 28. febrúar. Veðurspár hafa heldur farið batnandi fyrir helgina eftir fremur rysjótt veðurfar nú í vikunni þannig að við höldum okkur við þá áætlun að Strandagangan fari fram laugardaginn 28. febrúar, en sunnudagurinn 1. mars er varadagur. Spáin fyrir laugardaginn segir norðaustan 6 m/s frost 4°c skýjað og smá él. Breyttar snjómokstursreglur Vegagerðarinnar eru okkur hagstæðar þar sem nú er kominn 7 daga mokstur um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði í stað 6 daga moksturs undanfarin ár. Aðalbjörg Óskarsdóttir tekur við skráningum í Strandagönguna á netfangið allaoskars@gmail.com eða á Facebook
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is