Skíðagönguæfingar eru hafnar hjá Skíðafélagi Strandamanna, æfingatafla vetrarins lítur svona út:
þriðjudagar kl. 18-19 línuskautar í íþróttahúsinu Hólmavík
Miðvikudagar kl. 17.30-18.30
Föstudagar kl. 17-18:30
Sunnudagar kl. 13-14.30
Skíðaæfingarnar fara fram á skíðasvæðinu í Selárdal nema annað sé tekið fram. Sent er sms um hvort af æfingu verður í síðasta lagi um hádegi daginn sem æfingin er, einnig er sent sms ef lagðar eru skíðabrautir aðra daga. Þeir sem óska eftir að fá sms um æfingar og brautir hafi samband við Ragnar í síma 8933592 eða á facebook. Einnig eru settar inn upplýsingar á facebooksíðu Skíðafélags Strandamanna og á þessa síðu.
Æfingagjald á skíðagönguæfingar Skíðafélags Strandamanna er 8.000 kr. Nýir iðkendur eru sérstaklega velkomnir.
Þjálfarar Skíðafélags Strandamanna í vetur eru: Ragnar Bragason, Sigríður Jónsdóttir og Rósmundur Númason.
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is