27.01.2016 22:56

Mótaskrá

Búið er að setja inn nýja mótaskrá Skíðafélags Strandamanna.  Þar eru 8 heimamót ásamt Íslandsgöngum, bikarmótum og Íslandsmeistarmótum sem Strandamenn eru líklegir til þátttöku í.  Heimamótin eru flest sett á helgar og verður mótið haldið þann daginn sem útlit verður fyrir betra veður, ef veðurútlit er gott báða dagana verða mótin á sunnudegi, það verður nánar auglýst þegar kemur að hverju móti fyrir sig.  Einnig eru settar dagsetningar á aðra viðburði sem eru vinaæfing þar sem hægt er að bjóða vini eða vinkonu með á æfingu, grímubúningaæfing í tengslum við öskudaginn og skíðaleikjadagur í tengslum við Strandagönguna.

Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 239
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 119571
Samtals gestir: 26027
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:02:56