09.03.2016 11:40

Skíðaleikjadagur á sunnudaginn

Við minnum á skíðaleikjadag Skíðafélags Strandamanna sem haldinn verður í 4. skipti þann 13. mars í Selárdal kl. 10-12.   Þátttökugjald í leikjadeginum eru 1.000 kr. og skráningar skal senda á netfangið allaoskars@gmail.com  Innifaldið í þátttökugjaldinu eru veitingar sem verða í boði í Skíðaskálanum í Selárdal kl. 12 þann 13. mars.  Þar verður einnig Barnamenningarhátíð Vestfjarða sett með formlegum hætti.  Á skíðaleikjadeginum er öll keppni lögð til hliðar og þátttakendur skemmta sér saman á skíðum í þrautabrautum og skemmtilegustu skíðaleikjunum.  Nánari upplýsingar um Barnamenningarhátíð Vestfjarða eru á slóðinni strandabyggd.is/barnamenningarhatid  

Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 239
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 119571
Samtals gestir: 26027
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:02:56