16.04.2016 21:51

Úrslit Strandagöngunnar

Úrslit 22. Strandagöngunnar eru komin inn á heimasíðuna strandagangan.123.is undir liðnum úrslit, en gangan var haldin í dag laugardaginn 16. apríl 2016 á Þröskuldum.  Veður hefði mátt vera betra en suðvestanstrekkingur var, skýjað og súld sem breyttist í haglél í lok göngunnar.  Ræstir keppendur voru 78 talsins og luku 76 þeirra keppni.  Skíðafélag Strandamanna þakkar keppendum sem komu víðs vegar að af landinu fyrir þátttökuna.  Starfsmenn göngunnar fá bestu þakkir fyrir vel unnin störf.  Sjáumst í 23. Strandagöngunni!

Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 239
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 119571
Samtals gestir: 26027
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:02:56