Laugardaginn 15. apríl verður Hólmadrangsmótið í skíðagöngu haldið á Þröskuldum, gengið verður með hefðbundinni aðferð og hefst mótið kl. 13. Eftirfarandi vegalengdir verða í boði:
Karlar 17 ára og eldri 15 km
Konur 17 ára og eldri 7,5 km
15-16 ára 5 km
13-14 ára 3,5 km
11-12 ára 2 km
10 ára og yngri 1 km
Mótið er öllum opið og skráning fer fram á staðnum, allir keppendur fá sérstakan páskaglaðning.
Á annan í páskum 17. apríl kl. 13 verður Sparisjóðsmót í skíðagöngu haldið á Þröskuldum, gengið verður með frjálsri aðferð. Eftirfarandi vegalengdir verða í boði:
Karlar 17 ára og eldri 10 km
Konur 17 ára og eldri 5 km
15-16 ára 5 km
13-14 ára 3,5 km
11-12 ára 2 km
10 ára og yngri 1 km
Mótið er öllum opið og fer skráning fram á staðnum
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is