26.01.2018 13:06

Skíðafélagsmót og snjódagurinn

Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð verður haldið í Selárdal laugardaginn 27. janúar og hefst kl. 13. Keppt verður í eftirfarandi vegalengdum og flokkum:

Karlar 17 ára og eldri 10 km

Konur 17 ára og eldri 5 km

15-16 ára 5 km

13-14 ára 3,5 km

11-12 ára 2,5 km

9-10 ára 2 km

8 ára og yngri 1 km án tímatöku

Skráning fer fram á staðnum og er mótið öllum opið.

Skíðafélag Strandamanna

 

Sunnudaginn 28. janúar kl. 13-16 verður haldið upp á snjódaginn í Selárdal, The world snow day var reyndar haldinn hátíðlegur 21. janúar en þar sem stór hluti iðkenda og foreldra SFS var þá staddur á Ísafirði á bikarmóti og skíðamóti Hótels Ísafjarðar ætlum við að halda upp á daginn nk. sunnudag.  Frítt verður í brautirnar og tilsögn í boði fyrir almenning, hjá krökkunum verður Vinaæfing kl. 13 þar sem iðkendur hjá Skíðafélagi Strandamanna geta boðið vini/vinkonu með sér á skíðaæfingu þar sem auk þess að æfa skíðagöngu verður farið í skemmtilega leiki og þrautabrautir við allra hæfi.

Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 239
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 119615
Samtals gestir: 26034
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:24:05