Um síðastliðna helgi 16.-18. febrúar var 2. bikarmót vetrarins á vegum Skíðasambands Íslands haldið á Akureyri. Skíðafélag Strandamanna átti þrjá keppendur á mótinu.
Föstudaginn 16. febrúar var keppt í sprettgöngu. Í flokki drengja 13-14 ára var Jón Haukur Vignisson í öðru sæti á tímanum 2.37,5 mínútur og Hilmar Tryggvi Kristjánsson sigraði í flokki drengja 15-16 ára á tímanum 2.14,6 mínútur.
Laugardaginn 17. febrúar var ganga með hefðbundinni aðferð. Jón Haukur Vignisson gekk 2,5 km á tímanum 10.35,1 mínútur og varð fjórði. Hilmar Tryggvi Kristjánsson var í öðru sæti í 5 km á tímanum 17.54,9. Ragnar Bragason var í sjöunda sæti í flokki karla 17 ára og eldri í 10 km á tímanum 33.26,0 mínutur.
Sunnudaginn 18. febrúar var keppt í göngu með frjálsri aðferð. Jón Haukur Vignisson var í öðru sæti í 2,5 km göngu drengja 13-14 ára á tímanum 9.46,1. Hilmar Tryggvi Kristjánsson var í öðru sæti í 5 km göngu drengja 15-16 ára á tímanum 17.52,5. Ragnar Bragason var fjórði í 15 km göngu karla 17 ára og eldri á tímanum 48.52,5.
Bikarmótið á Akureyri var fyrsta mót vetrarins í flokki 13-14 ára en annað mótið í flokkum 15 ára og eldri. Staða okkar manna í bikarkeppninni er þannig að í flokki drengja 13-14 ára er Jón Haukur í 2. sæti með 210 stig og í flokki drengja 15-16 ára er Hilmar Tryggvi efstur með 520 stig.
Næsta bikarmót SKÍ verður haldið á Ólafsfirði 2.-4. mars.
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is