Á skírdag 29. mars verður Hólmadrangsmótið í skíðagöngu haldið í Selárdal kl. 13. Gengið verður með hefðbundinni aðferð, fer skráning fram á staðnum og mótið er öllum opið. Vegalengdir eru eftirfarandi: Karlar 17 ára og eldri 15 km, konur 17 ára og eldri 7,5 km, 15-16 ára 5 km, 13-14 ára 3,5 km, 11-12 ára 2,5 km, 9-10 ára 2 km og 8 ára og yngri 1 km. Að göngu lokinni fá allir þátttakendur páskaglaðning frá Hólmadrangi.
Laugardaginn 31. mars er áformað að fara í fjallaferð ef veður leyfir. Lagt verður af stað af Þröskuldum kl. 13 og gengið þaðan niður Húsadal að Orkuseli við Þverárvirkjun vegalengdin er ca 15 km.
Á annan dag páska mánudaginn 2. apríl verður Sparisjóðsmót í skíðagöngu haldið í Selárdal kl. 13. Gengið verður með frjálsri aðferð, skráning fer fram á staðnum og er öllum velkomið að taka þátt. Vegalengdir eru eftirfarandi: Karlar 17 ára og eldri 10 km, konur 17 ára og eldri 5 km, 15-16 ára 5 km, 13-14 ára 3,5 km, 11-12 ára 2,5 km, 9-10 ára 2 km og 8 ára og yngri 1 km.
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is