05.04.2019 22:42

Sprettganga og fjallaferð

Á morgun laugardaginn 6. apríl verður sprettgöngumót í Selárdal kl. 13. Gengið verður með frjálsri aðferð þrjár umferðir, fyrst verður tímataka, síðan úrslit í hverjum flokki og í lokin verður hin geysivinsæla sprettganga með forgjöf.

Sunnudaginn 7. apríl kl. 13 er á dagskránni að fara í fjallaferð á skíðum. Gengið verður af Þröskuldum yfir Heiðarbæjarheiði og Vatnadal og komið niður við bæinn Steinadal í Kollafirði.

Að sjálfsögðu eru allir velkomnir með í sprettgönguna og fjallaferðina.

Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 54
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 152772
Samtals gestir: 29817
Tölur uppfærðar: 3.9.2025 08:27:13