Á morgun laugardaginn 20. apríl verður haldið námskeið í að bera undir skíði rennslisáburð og festuáburð. Námskeiðið hefst kl. 13 í bílskúrnum hjá Rósmundi Númasyni formanni Skíðafélags Strandamanna Víkurtúni 10 á Hólmavík.
Á páskadag sunnudaginn 21. apríl er stefnt á skíðaferð milli Steingrímsfjarðarheiðar og Þröskulda ef veður leyfir, eins og staðan er í dag verður lagt af stað af Steingrímsfjarðarheiði kl. 13 á páskadag. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í ferðina til Ragnars Bragasonar á facebook eða í gsm 8933592
Sparisjóðsmót verður haldið á annan dag páska 22. apríl kl. 13, staðsetning ekki ákveðin ennþá, annað hvort á Þröskuldum eða Steingrímsfjarðarheiði.
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is