Færslur: 2014 Mars

07.03.2014 13:33

06.03.2014 09:40

Sveitakeppni í Strandagöngunni

 

Í Strandagöngunni verður boðið upp á sveitakeppni eins og verið hefur undanfarin ár í 5, 10 og 20 km vegalengdum en að þessu sinni verður ekki sveitakeppni í 1 km.  Þrír eru í hverri sveit og gildir samanlagður tími þeirra í göngunni og verða veitt verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í hverri vegalengd.

 

Útlitið er mjög gott fyrir Strandagönguna, nægur snjór er í Selárdal og verður genginn 10 km hringur svipaður og var í göngunni í fyrra.  Í þessari viku hafa verið lagðar brautir nær daglega og verið frábært færi.

05.03.2014 17:41

Aðalfundur á föstudaginn

Aðalfundur Skíðafélags Strandamanna verður haldinn föstudaginn 7. mars í kaffistofu Hólmadrangs og hefst kl. 20.  Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem fundurinn verður undirbúningsfundur fyrir Strandagönguna.  Aðalfundur félagsins hafði áður verið auglýstur 21. febrúar en ekki var hægt að halda hann þann dag.

03.03.2014 21:52

Skráning er hafin í Strandagönguna

Skráning í Strandagönguna 2014 er hafin.   Skráningar skal senda á netfangið allaoskars@gmail.com í skráningunni þurfa að koma fram eftirfarandi upplýsingar:

Nafn keppenda

Fæðingarár

Félag

Vegalengd

Gsm-símanúmer

 

03.03.2014 13:17

Braut í Selárdal

Í dag mánudaginn 3. mars verður troðin braut í Selárdal tilbúin eftir kl. 15.  Brautin verður 3 km og líklega einnig gert 10 km spor á sleða.

Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 239
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 119615
Samtals gestir: 26034
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:24:05