Færslur: 2016 Febrúar

19.02.2016 23:35

Úrslitin úr skíðafélagsmóti með frjálsri aðferð

Úrslitin úr Skíðafélagsmóti með frjálsri aðferð eru komin inn á síðuna undir liðnum úrslit.  Mótið fór fram í Selárdal í dag við góðar aðstæður, ágætt veður og færi gott.  Skíðafélag Strandamanna þakkar keppendum sem voru alls 19 fyrir þátttökuna og starfsmenn mótsins fá þakkir fyrir vel unnin störf.

19.02.2016 14:55

Braut í Selárdal

Í dag föstudaginn 19. febrúar eru troðnar brautir 2,5 km og 7 km.  Strandagönguleiðin fram að Gilsstöðum 7 km er sporuð með snjósleða og 2,5 km hringur troðinn með sporum og skautabraut.  Í dag er frábært veður í dalnum, sólskin með köflum, logn og 1 stigs hiti.  Klukkan 5 verður haldið Skíðafélagsmót með frjálsri aðferð.

18.02.2016 11:51

Braut í Selárdal í dag

Í dag fimmtudaginn 18. febrúar verður troðin braut í Selárdal tilbúin um kl. 14.  Veður er frábært og færi gott.  Á Hólmavík var lagt spor í gær í Brandsskjólum sem ætti að vera nothæft í dag hafi ekki skafið í nótt.

18.02.2016 11:09

Skíðafélagsmót með frjálsri aðferð á morgun 19. febrúar

Skíðafélagsmót með frjálsri aðferð verður haldið í Selárdal á morgun föstudaginn 19. febrúar og hefst kl. 17. Keppt verður í eftirfarandi vegalengdum:

Karlar 17 ára og eldri 10 km

Konur 17 ára og eldri 5 km

15-16 ára 5 km

13-14 ára 3,5 km

11-12 ára 2,5 km

9-10 ára 2 km

8 ára og yngri 1 km án tímatöku

Skráning fer fram á staðnum og er mótið öllum opið.

Skíðafélag Strandamanna

07.02.2016 23:31

Úrslit úr Skíðafélagsmótinu

Úrslitin úr Skíðafélagsmóti með hefðbundinni aðferð eru komin á síðuna.

06.02.2016 21:11

Skíðafélagsmót á morgun sunnudag

Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð verður haldið í Selárdal sunnudaginn 7. febrúar og hefst kl. 13. Keppt verður í eftirfarandi vegalengdum:

Karlar 17 ára og eldri 10 km

Konur 17 ára og eldri 5 km

15-16 ára 5 km

13-14 ára 3,5 km

11-12 ára 2,5 km

9-10 ára 2 km

8 ára og yngri 1 km án tímatöku

Skráning fer fram á staðnum og er mótið öllum opið.

Skíðafélag Strandamanna

06.02.2016 21:10

01.02.2016 22:39

Bikarmót á Ísafirði

Dagana 22.-24. janúar var fyrsta bikarmót vetrarins í skíðagöngu haldið á Ísafirði, þangað fóru fjórir Strandamenn og var árangur þeirra eftirfarandi: 

Föstudaginn 22. janúar var keppt í sprettgöngu með frjálsri aðferð, genginn var 1,2 km hringur.  Í flokki 12-13 ára drengja var Hilmar Tryggvi Kristjánsson í 2. sæti á tímanum 4.56 mínútur og var aðeins 1 sekúndu frá fyrsta manni, Friðrik Heiðar Vignisson var í 3 sæti á tímanum 5.15 mínútur, alls voru 6 keppendur í þeirra aldursflokki.  Í flokki 14-15 ára drengja var Stefán Snær Ragnarsson í 4. sæti á tímanum  5.30 mínútur.  Í flokki karla var Ragnar Bragason í 3. sæti á tímanum 4.22 mínútur.

Laugardaginn 23. janúar var keppt í skiptigöngu þar sem fyrst er genginn 1 hringur með hefðbundinni aðferð, síðan skipt um skíði og stafi og genginn annar hringur með frjálsri aðferð.  Í flokki 12-13 ára drengja var Hilmar Tryggvi Kristjánsson í öðru sæti, fyrri hringinn gekk hann á 9.14 mín. og var þriðji að honum loknum en seinni hringinn skautaði hann á 9.02 mín eða samtals 18.16 mínútum.  Friðrik Heiðar Vignisson var í þriðja sæti í sama flokki, eftir hefðbundna sprettinn var hann fyrstur með 11 sekúndna forskot á tímanum 8.44 mínútur en gekk seinni hringinn á 9.39 og báða hringina samtals á 18.23 mínútum.  Í flokki drengja 14-15 ára var Stefán Snær Ragnarsson fjórði á tímanum 26.09, hefðbundna hringinn gekk hann á 11.56 mínútum en skautaði seinni hringinn á 14.13 mínútum.

Sunnudaginn 24. janúar var keppt með frjálsri aðferð.  Í flokki drengja 12-13 ára var Hilmar Tryggvi í 2. sæti á tímanum 10.47 mínútur og Friðrik var í 3. sæti á tímanum 11.02, þeir gengu 3,3 km.  14-15 ára gengu 5 km, þar var Stefán Snær í 4. sæti á tímanum 23.56 mínútur.  Í flokki karla voru gengnir 10 km þar var Ragnar í 5. sæti á tímanum 37.11 mínútur.

Við þökkum Ísfirðingum fyrir gott mót, en öll umgjörð um mótið var til fyrirmyndar og veður ágætt alla dagana.  Ýmislegt fleira var gert um helgina en vera á skíðum, við fórum í bíó í Ísafjarðarbíói og sund í Sundlaug Bolungarvíkur, á laugardagskvöldinu var sameiginlegur kvöldmatur keppenda og starfsmanna bikarmótsins.

 

  • 1
Flettingar í dag: 12
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 98159
Samtals gestir: 22172
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:28