Aðalfundur Skíðafélags Strandamanna verður haldinn í kaffistofu Hólmadrangs sunnudaginn 19. mars kl. 17. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf.
Strandagangan og bikarmót!
Undirbúningur er á lokametrunum fyrir helgina. En í dag kl. 17:00 hefst bikarmót Skíðasambands Íslands þar sem keppt verður í sprettgöngu. Á morgun mun bikarmót verða haldið samhliða Strandagöngunni. Hefjast leikar kl. 11:30 þar sem yngsta kynslóðin mun skíða 1 km. Kl. 12:00 verður hópstart hjá keppendum í 5, 10 og 20 km göngu. Á sunnudaginn kl. 11:00 verður keppt í frjálsri aðferð á bikarmóti.
Í dag eru góðar aðstæður á Þröskuldum og litur vel út með veðurspá helgarinnar!
Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð verður haldið á Þröskuldum laugardaginn 4. mars og hefst kl. 13. Keppt verður í eftirfarandi vegalengdum:
Karlar 17 ára og eldri 10 km 1999-
Konur 17 ára og eldri 5 km 1999-
15-16 ára 5 km 2001-2000
13-14 ára 3,5 km 2003-2002
11-12 ára 2,5 km 2005-2004
9-10 ára 2 km 2007-2006
8 ára og yngri 1 km án tímatöku 2008+
Skráning fer fram á staðnum og er mótið öllum opið.
Skíðafélag Strandamanna
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is