Færslur: 2020 Febrúar

09.02.2020 12:18

Úrslit Skíðafélagsmóts með frjálsri aðferð

Úrslitin úr Skíðafélagsmóti með frjálsri aðferð eru komin á síðuna undir liðnum úrslit, en mótið fór fram í Selárdal í gær 8. febrúar í ágætum aðstæðum og veðri.  Við þökkum keppendum fyrir þátttökuna og starfsmönnum mótsins fyrir vel unnin störf.

Snjóbíllinn Fúsi er bilaður þannig að ekki verður troðin skíðagöngubraut í Selárdal í dag.  Þá er rétt að minna á að Skíðafélag Strandamanna hóf í haust að safna fé á sérstakan reikning til að fjármagna kaup á snjótroðara þar sem Snjóbíllinn okkar hann Fúsi sem er árgerð 1986 er kominn nokkuð til ára sinna og þarf núorðið töluvert viðhald og erfitt að treysta að hann bili ekki þegar mest á reynir.   Söfnunin hefur farið vel af stað, reyndar fram úr björtustu vonum og viljum við þakka öllum þeim góðu og velviljuðu einstaklingum og fyrirtækjum sem lagt hafa okkur lið með fjárframlögum.  En betur má ef duga skal, hægt er að millifæra á söfnunarreikning snjótroðara SFS  í Sparisjóð Strandamanna 1161-15-202019 kt. 510100-2120

09.02.2020 12:17

03.02.2020 21:06

Við höfum bætt við einu námskeiði í skíðagöngu með frjálsri aðferð (skauti) sem haldið verður á skíðasvæði Skíðafélags Strandamanna í Selárdal dagana 14.-16. febrúar, hér er auglýsing um námskeiðið: 

 

Skíðagöngunámskeið frjáls aðferð sex tímar 14.-16. febrúar:   Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði skíðagöngu með frjálsri aðferð (skautatækni á skíðum).  Dagskrá námskeiðsins er svohljóðandi:

 

föstudagur 14. febrúar kl. 18.30-20 æfing

laugardagur 15. febrúar kl. 12.30-14 fyrri æfing

                                       kl. 14-14.30 pása og spjall í skíðaskálanum í Selárdal

                                       kl.  14.30-16 seinni æfing

Sunnudagur 16. febrúar kl.  10.30-12 æfing og námskeiðslok

 

Skráningar á námskeiðið og fyrirspurnir skal senda á netfangið allaoskars@gmail.com.  Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá Ragnari Bragasyni í gsm 8933592 eða á facebook.  Skráningarfrestur á námskeiðið með frjálsri aðferð er til og með 12. febrúar.   Námskeiðsgjald fyrir þriggja daga námskeið með frjálsri aðferð er 10.000 kr.  

 

Við minnum einnig á að enn eru nokkur pláss laus á seinna námskeiðið í hefðbundinni skíðagöngu sem haldið verður í Selárdal 21.-23. febrúar, nánari upplýsingar eru hér á síðunni undir liðnum námskeið.

  • 1
Flettingar í dag: 12
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 98159
Samtals gestir: 22172
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:28