Fyrsta skíðamót vetrarins á vegum Skíðafélags Strandamanna þennan veturinn var haldið í gær sunnudaginn 16. febrúar þegar Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð var haldið í Selárdal. Genginn var 5 km hringur og startað með einstaklingsstarti, aðstæður voru góðar, gott veður og færi. Úrslitin úr mótinu eru komin inn á þessa síðu undir liðnum úrslit. Skíðafélag Strandamanna þakkar öllum keppendum fyrir þátttökuna og starfsfólki mótsins fyrir vel unnin störf.
Fyrsta skíðamót vetrarins, Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð verður haldið á morgun laugardag 16. febrúar kl. 13 í Selárdal. Ræst er með einstaklingsstarti með hálfrar mínútu millibili. Keppt er í eftirfarandi vegalengdum og flokkum:
8 ára og yngri 1 km
9-10 ára 2 km
11-12 ára 2,5 km
13-14 ára 3,5 km
15-16 ára 5 km
konur 17 ára og eldri 5 km
karlar 17 ára og eldri 10 km
Verið er að taka saman pöntun á skíðafatnaði frá Trimtex fyrir félaga í Skíðafélagi Strandamanna, um er að ræða keppnisgalla, utanyfirgalla og húfur. Aðalbjörg Óskarsdóttir tekur við pöntunum á facebook, tölvupósti allaoskars@gmail.com eða síma 8687156
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is