Úrslitin úr sprettgöngu, boðgöngu og Grímseyjarmóti eru komin hér á síðuna undir liðnum úrslit, þar með er búið að halda 6 skíðamót á vegum Skíðafélagsins í vetur auk Strandagöngunnar. Grímseyjarmótið var haldið á skírdag 18. apríl á Steingrímsfjarðarheiði. Við þökkum keppendum fyrir þátttökuna, starfsmenn mótsins fá þakkir fyrir vel unnin störf og útgerðarfélagið ST 2 á Drangsnesi fær kærar þakkir fyrir mótið og páskaeggin sem allir þátttakendur í mótinu fengu.
Á morgun laugardaginn 20. apríl verður haldið námskeið í að bera undir skíði rennslisáburð og festuáburð. Námskeiðið hefst kl. 13 í bílskúrnum hjá Rósmundi Númasyni formanni Skíðafélags Strandamanna Víkurtúni 10 á Hólmavík.
Á páskadag sunnudaginn 21. apríl er stefnt á skíðaferð milli Steingrímsfjarðarheiðar og Þröskulda ef veður leyfir, eins og staðan er í dag verður lagt af stað af Steingrímsfjarðarheiði kl. 13 á páskadag. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í ferðina til Ragnars Bragasonar á facebook eða í gsm 8933592
Sparisjóðsmót verður haldið á annan dag páska 22. apríl kl. 13, staðsetning ekki ákveðin ennþá, annað hvort á Þröskuldum eða Steingrímsfjarðarheiði.
Grímseyjarmót í skíðagöngu verður haldið á morgun skírdag fimmtudaginn 18. apríl kl. 13 á Steingrímsfjarðarheiði. Gengið verður með hefðbundinni aðferð og er hægt að velja um vegalengdirnar 5, 10 og 15 km í karla og kvennaflokkum. 12 ára og yngri ganga styttri vegalengdir. Skráning fer fram á staðnum, ræst er með hópstarti og er mótið öllum opið. Allir þátttakendur fá páskaglaðning frá Útgerð ST 2 ehf á Drangsnesi.
Á laugardag eða sunnudag páskadag er stefnt á að fara í fjallaferð á skíðum, hugsanlega milli Steingrímsfjarðarheiðar og Þröskulda sem eru rúmlega 30 kílómetrar. Þessi leið verður ekki farin nema veður og aðstæður séu góðar. Ferðin verður nánar auglýst þegar nær dregur.
Á annan dag páska 22. apríl verður Sparisjóðsmót í göngu haldið, líklega á Steingrímsfjarðarheiði, nánar auglýst síðar.
Úrslit úr Skíðafélagsmóti með frjálsri aðferð og skíðaskotfimi sem haldin voru 9. og 16. mars eru komin á síðuna undir liðnum úrslit
Á morgun laugardaginn 6. apríl verður sprettgöngumót í Selárdal kl. 13. Gengið verður með frjálsri aðferð þrjár umferðir, fyrst verður tímataka, síðan úrslit í hverjum flokki og í lokin verður hin geysivinsæla sprettganga með forgjöf.
Sunnudaginn 7. apríl kl. 13 er á dagskránni að fara í fjallaferð á skíðum. Gengið verður af Þröskuldum yfir Heiðarbæjarheiði og Vatnadal og komið niður við bæinn Steinadal í Kollafirði.
Að sjálfsögðu eru allir velkomnir með í sprettgönguna og fjallaferðina.
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is