19.02.2016 14:55

Braut í Selárdal

Í dag föstudaginn 19. febrúar eru troðnar brautir 2,5 km og 7 km.  Strandagönguleiðin fram að Gilsstöðum 7 km er sporuð með snjósleða og 2,5 km hringur troðinn með sporum og skautabraut.  Í dag er frábært veður í dalnum, sólskin með köflum, logn og 1 stigs hiti.  Klukkan 5 verður haldið Skíðafélagsmót með frjálsri aðferð.

18.02.2016 11:51

Braut í Selárdal í dag

Í dag fimmtudaginn 18. febrúar verður troðin braut í Selárdal tilbúin um kl. 14.  Veður er frábært og færi gott.  Á Hólmavík var lagt spor í gær í Brandsskjólum sem ætti að vera nothæft í dag hafi ekki skafið í nótt.

18.02.2016 11:09

Skíðafélagsmót með frjálsri aðferð á morgun 19. febrúar

Skíðafélagsmót með frjálsri aðferð verður haldið í Selárdal á morgun föstudaginn 19. febrúar og hefst kl. 17. Keppt verður í eftirfarandi vegalengdum:

Karlar 17 ára og eldri 10 km

Konur 17 ára og eldri 5 km

15-16 ára 5 km

13-14 ára 3,5 km

11-12 ára 2,5 km

9-10 ára 2 km

8 ára og yngri 1 km án tímatöku

Skráning fer fram á staðnum og er mótið öllum opið.

Skíðafélag Strandamanna

07.02.2016 23:31

Úrslit úr Skíðafélagsmótinu

Úrslitin úr Skíðafélagsmóti með hefðbundinni aðferð eru komin á síðuna.

06.02.2016 21:11

Skíðafélagsmót á morgun sunnudag

Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð verður haldið í Selárdal sunnudaginn 7. febrúar og hefst kl. 13. Keppt verður í eftirfarandi vegalengdum:

Karlar 17 ára og eldri 10 km

Konur 17 ára og eldri 5 km

15-16 ára 5 km

13-14 ára 3,5 km

11-12 ára 2,5 km

9-10 ára 2 km

8 ára og yngri 1 km án tímatöku

Skráning fer fram á staðnum og er mótið öllum opið.

Skíðafélag Strandamanna

06.02.2016 21:10

01.02.2016 22:39

Bikarmót á Ísafirði

Dagana 22.-24. janúar var fyrsta bikarmót vetrarins í skíðagöngu haldið á Ísafirði, þangað fóru fjórir Strandamenn og var árangur þeirra eftirfarandi: 

Föstudaginn 22. janúar var keppt í sprettgöngu með frjálsri aðferð, genginn var 1,2 km hringur.  Í flokki 12-13 ára drengja var Hilmar Tryggvi Kristjánsson í 2. sæti á tímanum 4.56 mínútur og var aðeins 1 sekúndu frá fyrsta manni, Friðrik Heiðar Vignisson var í 3 sæti á tímanum 5.15 mínútur, alls voru 6 keppendur í þeirra aldursflokki.  Í flokki 14-15 ára drengja var Stefán Snær Ragnarsson í 4. sæti á tímanum  5.30 mínútur.  Í flokki karla var Ragnar Bragason í 3. sæti á tímanum 4.22 mínútur.

Laugardaginn 23. janúar var keppt í skiptigöngu þar sem fyrst er genginn 1 hringur með hefðbundinni aðferð, síðan skipt um skíði og stafi og genginn annar hringur með frjálsri aðferð.  Í flokki 12-13 ára drengja var Hilmar Tryggvi Kristjánsson í öðru sæti, fyrri hringinn gekk hann á 9.14 mín. og var þriðji að honum loknum en seinni hringinn skautaði hann á 9.02 mín eða samtals 18.16 mínútum.  Friðrik Heiðar Vignisson var í þriðja sæti í sama flokki, eftir hefðbundna sprettinn var hann fyrstur með 11 sekúndna forskot á tímanum 8.44 mínútur en gekk seinni hringinn á 9.39 og báða hringina samtals á 18.23 mínútum.  Í flokki drengja 14-15 ára var Stefán Snær Ragnarsson fjórði á tímanum 26.09, hefðbundna hringinn gekk hann á 11.56 mínútum en skautaði seinni hringinn á 14.13 mínútum.

Sunnudaginn 24. janúar var keppt með frjálsri aðferð.  Í flokki drengja 12-13 ára var Hilmar Tryggvi í 2. sæti á tímanum 10.47 mínútur og Friðrik var í 3. sæti á tímanum 11.02, þeir gengu 3,3 km.  14-15 ára gengu 5 km, þar var Stefán Snær í 4. sæti á tímanum 23.56 mínútur.  Í flokki karla voru gengnir 10 km þar var Ragnar í 5. sæti á tímanum 37.11 mínútur.

Við þökkum Ísfirðingum fyrir gott mót, en öll umgjörð um mótið var til fyrirmyndar og veður ágætt alla dagana.  Ýmislegt fleira var gert um helgina en vera á skíðum, við fórum í bíó í Ísafjarðarbíói og sund í Sundlaug Bolungarvíkur, á laugardagskvöldinu var sameiginlegur kvöldmatur keppenda og starfsmanna bikarmótsins.

 

31.01.2016 11:35

Skíðafélagsmótinu frestað

Skíðafélagsmótinu sem vera átti í dag sunnudag 31. janúar er frestað um óákveðinn tíma vegna éljagangs og skafrennings í Selárdal.

29.01.2016 19:59

Skíðafélagsmót á sunnudaginn

Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð verður haldið í Selárdal sunnudaginn 31. janúar og hefst kl. 13.  Keppt verður í eftirfarandi vegalengdum:

Karlar 17 ára og eldri 10 km

Konur 17 ára og eldri 5 km

15-16 ára 5 km

13-14 ára 3,5 km

11-12 ára 2,5 km

9-10 ára 2 km

8 ára og yngri 1 km án tímatöku

Skráning fer fram á staðnum og er mótið öllum opið.

Skíðafélag Strandamanna

27.01.2016 22:56

Mótaskrá

Búið er að setja inn nýja mótaskrá Skíðafélags Strandamanna.  Þar eru 8 heimamót ásamt Íslandsgöngum, bikarmótum og Íslandsmeistarmótum sem Strandamenn eru líklegir til þátttöku í.  Heimamótin eru flest sett á helgar og verður mótið haldið þann daginn sem útlit verður fyrir betra veður, ef veðurútlit er gott báða dagana verða mótin á sunnudegi, það verður nánar auglýst þegar kemur að hverju móti fyrir sig.  Einnig eru settar dagsetningar á aðra viðburði sem eru vinaæfing þar sem hægt er að bjóða vini eða vinkonu með á æfingu, grímubúningaæfing í tengslum við öskudaginn og skíðaleikjadagur í tengslum við Strandagönguna.

19.01.2016 12:41

Braut í Selárdal

Í dag þriðjudag 19. janúar er troðin 3 km skíðagöngubraut í Selárdal.

15.01.2016 19:12

Snjódagurinn á sunnudaginn

Sunnudaginn 17. janúar kl. 13-16 verður haldið upp á Snjódaginn í Selárdal.  Frítt verður í skíðagöngubrautirnar, boðið verður upp á leiðsögn í skíðagöngu fyrir þá sem vilja og hægt að fá skíðabúnað lánaðan.  Einnig verður opið hús í Skíðaskálanum í Selárdal sem verið er að byggja og hægt að koma og skoða hvernig framkvæmdir ganga.  Boðið verður upp á léttar veitingar í boði Skíðafélags Strandamanna.  Allir velkomnir.

14.01.2016 16:39

Braut í Selárdal

Í dag fimmtudaginn 14. janúar er troðin braut í Selárdal tæpir 2 km.  Aðstæður er góðar í dalnum, logn og 8 stiga frost.  Hægt er að kveikja á ljóskösturunum við brautina í töflu á gólfinu í bragganum og í töflu í gámnum.

11.01.2016 19:50

Skíðaæfingar

Skíðagönguæfingar eru hafnar hjá Skíðafélagi Strandamanna, æfingatafla vetrarins lítur svona út:

 

þriðjudagar kl. 18-19 línuskautar í íþróttahúsinu Hólmavík

Miðvikudagar kl. 17.30-18.30

Föstudagar kl. 17-18:30

Sunnudagar kl. 13-14.30

 

Skíðaæfingarnar fara fram á skíðasvæðinu í Selárdal nema annað sé tekið fram.  Sent er sms um hvort af æfingu verður í síðasta lagi um hádegi daginn sem æfingin er, einnig er sent sms ef lagðar eru skíðabrautir aðra daga.  Þeir sem óska eftir að fá sms um æfingar og brautir hafi samband við Ragnar í síma 8933592 eða á facebook.  Einnig eru settar inn upplýsingar á facebooksíðu Skíðafélags Strandamanna og á þessa síðu.

 

Æfingagjald á skíðagönguæfingar Skíðafélags Strandamanna er 8.000 kr.  Nýir iðkendur eru sérstaklega velkomnir.

 

Þjálfarar Skíðafélags Strandamanna í vetur eru:  Ragnar Bragason, Sigríður Jónsdóttir og Rósmundur Númason.

16.04.2015 22:17

Boðganga á sunnudaginn

Sunnudaginn 19. apríl kl. 11 verður boðganga í Selárdal, mótið er firmakeppni og verður raðað í þriggja manna lið þannig að liðin verði sem jöfnust.  Við hvetjum alla til að vera með, en auglýsum jafnframt eftir fyrirtækjum sem vilja eignast boðgöngulið.   Boðgangan er jafnframt síðasta skíðamót vetrarins af átta sem haldin eru árlega.  Í Selárdal er enn nægur snjór og góðar aðstæður til skíðagöngu þrátt fyrir hlýindi síðustu daga.

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 27584
Samtals gestir: 3296
Tölur uppfærðar: 5.12.2022 01:29:23