Skíðafélagsmót með frjálsri aðferð verður haldið í Selárdal laugardaginn 3. febrúar og hefst kl. 13. Keppt verður í eftirfarandi vegalengdum og flokkum:
Karlar 17 ára og eldri 10 km
Konur 17 ára og eldri 5 km
15-16 ára 5 km
13-14 ára 3,5 km
11-12 ára 2,5 km
9-10 ára 2 km
8 ára og yngri 1 km án tímatöku
Skráning fer fram á staðnum og er mótið öllum opið.
Skíðafélag Strandamanna
Úrslitin úr Skíðafélagsmóti með hefðbundinni aðferð sem haldið var síðastliðinn laugardag 24. janúar eru komin á síðuna undir liðnum úrslit. Við þökkum þátttakendum mótsins þátttökuna en alls tóku 17 manns þátt, starfsmenn mótsins fá einnig þakkir fyrir vel unnin störf.
Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð verður haldið í Selárdal laugardaginn 27. janúar og hefst kl. 13. Keppt verður í eftirfarandi vegalengdum og flokkum:
Karlar 17 ára og eldri 10 km
Konur 17 ára og eldri 5 km
15-16 ára 5 km
13-14 ára 3,5 km
11-12 ára 2,5 km
9-10 ára 2 km
8 ára og yngri 1 km án tímatöku
Skráning fer fram á staðnum og er mótið öllum opið.
Skíðafélag Strandamanna
Sunnudaginn 28. janúar kl. 13-16 verður haldið upp á snjódaginn í Selárdal, The world snow day var reyndar haldinn hátíðlegur 21. janúar en þar sem stór hluti iðkenda og foreldra SFS var þá staddur á Ísafirði á bikarmóti og skíðamóti Hótels Ísafjarðar ætlum við að halda upp á daginn nk. sunnudag. Frítt verður í brautirnar og tilsögn í boði fyrir almenning, hjá krökkunum verður Vinaæfing kl. 13 þar sem iðkendur hjá Skíðafélagi Strandamanna geta boðið vini/vinkonu með sér á skíðaæfingu þar sem auk þess að æfa skíðagöngu verður farið í skemmtilega leiki og þrautabrautir við allra hæfi.
Mótaskrá Skíðafélags Strandamanna fyrir veturinn 2018 er komin á vefinn, þar er að finna dagsetningar 7 heimamóta Skíðafélags Strandamanna ásamt þeim skíðagöngumótum sem eru á vegum Skíðasambands Íslands.
Eins og sjá má á mótaskránni er fyrsta skíðamótið á Ströndum þennan veturinn Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð sem haldið verður í Selárdal laugardaginn 27. janúar kl. 13
Úrslitin úr Hólmadrangsmótinu og Sparisjóðsmótinu sem haldin voru um páskana eru komin á síðuna undir liðnum úrslit. Skíðafélag Strandamanna þakkar Hólmadrangi og Sparisjóði Strandamanna fyrir stuðninginn, þátttakendur fá þakkir fyrir þátttökuna og starfsmenn mótsins þakkir fyrir vel unnin störf.
Vegna veðurspár fyrir morgundaginn flýtum við Sparisjóðsmótinu til kl. 11 á morgun 17. apríl. Mótið verður við Víghól á Arnkötludal sem er sami staður og Hólmadrangsmótið var haldið í gær. Gengið verður með frjálsri aðferð og er mótið öllum opið.
Laugardaginn 15. apríl verður Hólmadrangsmótið í skíðagöngu haldið á Þröskuldum, gengið verður með hefðbundinni aðferð og hefst mótið kl. 13. Eftirfarandi vegalengdir verða í boði:
Karlar 17 ára og eldri 15 km
Konur 17 ára og eldri 7,5 km
15-16 ára 5 km
13-14 ára 3,5 km
11-12 ára 2 km
10 ára og yngri 1 km
Mótið er öllum opið og skráning fer fram á staðnum, allir keppendur fá sérstakan páskaglaðning.
Á annan í páskum 17. apríl kl. 13 verður Sparisjóðsmót í skíðagöngu haldið á Þröskuldum, gengið verður með frjálsri aðferð. Eftirfarandi vegalengdir verða í boði:
Karlar 17 ára og eldri 10 km
Konur 17 ára og eldri 5 km
15-16 ára 5 km
13-14 ára 3,5 km
11-12 ára 2 km
10 ára og yngri 1 km
Mótið er öllum opið og fer skráning fram á staðnum
Aðalfundur Skíðafélags Strandamanna verður haldinn í kaffistofu Hólmadrangs sunnudaginn 19. mars kl. 17. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf.
Strandagangan og bikarmót!
Undirbúningur er á lokametrunum fyrir helgina. En í dag kl. 17:00 hefst bikarmót Skíðasambands Íslands þar sem keppt verður í sprettgöngu. Á morgun mun bikarmót verða haldið samhliða Strandagöngunni. Hefjast leikar kl. 11:30 þar sem yngsta kynslóðin mun skíða 1 km. Kl. 12:00 verður hópstart hjá keppendum í 5, 10 og 20 km göngu. Á sunnudaginn kl. 11:00 verður keppt í frjálsri aðferð á bikarmóti.
Í dag eru góðar aðstæður á Þröskuldum og litur vel út með veðurspá helgarinnar!
Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð verður haldið á Þröskuldum laugardaginn 4. mars og hefst kl. 13. Keppt verður í eftirfarandi vegalengdum:
Karlar 17 ára og eldri 10 km 1999-
Konur 17 ára og eldri 5 km 1999-
15-16 ára 5 km 2001-2000
13-14 ára 3,5 km 2003-2002
11-12 ára 2,5 km 2005-2004
9-10 ára 2 km 2007-2006
8 ára og yngri 1 km án tímatöku 2008+
Skráning fer fram á staðnum og er mótið öllum opið.
Skíðafélag Strandamanna
Búið er að uppfæra mótaskrá Skíðafélags Strandamanna hér á síðunni. Í mótaskránni eru skíðamót á Ströndum ásamt þeim mótum utan héraðs sem Strandamenn eru líklegir til þátttöku í svo sem bikarmót, Íslandsgöngur, Unglingameistaramót Íslands og Skíðamót Íslands.
Skíðaæfingar hjá Skíðafélagi Strandamanna eru hafnar. Upplýsingar vegna æfingarnar eru hér á síðunni undir liðnum æfingar. Nýir iðkendur sérstaklega velkomnir. Æfingar fyrir veturinn hófust reyndar í haust, en línskautaæfingar hófust í nóvember og æfingar fyrir 12 ára og eldri hófust seinnipartinn í sumar en hafa verið nokkuð óreglulegar.
Úrslit 22. Strandagöngunnar eru komin inn á heimasíðuna strandagangan.123.is undir liðnum úrslit, en gangan var haldin í dag laugardaginn 16. apríl 2016 á Þröskuldum. Veður hefði mátt vera betra en suðvestanstrekkingur var, skýjað og súld sem breyttist í haglél í lok göngunnar. Ræstir keppendur voru 78 talsins og luku 76 þeirra keppni. Skíðafélag Strandamanna þakkar keppendum sem komu víðs vegar að af landinu fyrir þátttökuna. Starfsmenn göngunnar fá bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Sjáumst í 23. Strandagöngunni!
8. apríl Skíðaæfing í Selárdal
10. apríl Fjallaferð: Ýmsir möguleikar á leiðum, gætum t.d. gengið úr Selárdal í Bjarnarfjörð um Sunndal og endað í sundi í Laugarhóli eins og við gerðum fyrir 2 árum.
13. apríl: Skíðaæfing í Selárdal: Síðasta skíðaæfing vetrarins förum í skemmtilega leiki af því tilefni
16. apríl: Strandagangan
17. apríl: Boðganga firmakeppni í Selárdal
18. apríl: Aðalfundur SFS
20.-23. apríl: Andrésarandarleikarnir Akureyri
5. maí: Uppskeruhátíð SFS: Líklega haldin á Drangsnesi. Hugsanlega sundferð og leikir ásamt sameiginlegum mat. Veittar viðurkenningar fyrir veturinn í vetur auk þess sem við eigum eftir að klára að afhenda viðurkenningar fyrir veturinn 2015. Kjósum einnig skíðamann ársins fyrir árin 2015 og 2016.
Orkugangan 9. apríl og Fossavatnsgangan 30. apríl eru ekki inn á planinu en við hvetjum að sjálfsögðu áhugasama til að mæta í þær göngur einnig, þar eru vegalengdir við allra hæfi.
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is